Lífið

Reykjavíkurdætur berjast við lægðina: „Við syndum í bæinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þær ætla sér í bæinn.
Þær ætla sér í bæinn. mynd/Birta Rán
Reykjavíkurdætur spiluðu á Græna hattinum á Akureyri í gær og heppnuðust tónleikarnir vel. Nú gengur aftur á móti lægð yfir landið og er tvísýnt hvort þær komist til borgarinnar fyrir kvöldið.

Tónleikarnir Síðasti Sjens fara fram í Iðnó í kvöld en fram koma Sturla Atlas, Retro Stefson og einmitt Reykjavíkurdætur.

Sveitin tísti rétt í þessu og ætla þær að gera allt til að komast til Reykjavíkur fyrir kvöldið. Þær ætla synda til Reykjavíkur ef þær þurfa.

Sjensinn hefur verið haldinn sl. 6 ár og hefur stemmingin verið engu lík. Í ár verður gamla Iðnaðarmannahúsið lagt undir og verður gleðin út um allt hús. Húsið opnar kl. 21:00 og stuðið hefst stundvíslega kl. 22:00.

Retro Stefson hefur ekki komið mikið fram að undanförnu. Sveitin mun flytja efni af væntanlegri plötu í bland við gamla slagara.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×