Lífið

Áramótapartý Priksins: „Það má dansa allstaðar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveinn lofar miklu stuði.
Sveinn lofar miklu stuði. vísir
Á gamlárskvöld fer fram áramótapartý Priksins en þau Sveinn Rúnar, Andri Hrafn og Þura Stína fyrrum stjórnendur og meðlimir mánudagsklúbbsins sáluga sem standa fyrir teitinu.

„Mánudagsklúbburinn var líflegur á mánudagskvöldum þar sem við fylltum Prikið eins og um væri að ræða laugardagskvöld, míkrafóninn var alls ekki sparaður, fólk fékk „shout out'' og ýmsir gestir komu og tróðu upp,“ segir Sveinn sem verður veislustjóri kvöldsins.

Að þessu sinni verða þeir Emmsjé Gauti og GKR heiðursgestir og nokkrir aðrir plötusnúðar sjá um að halda fjörinu gangandi milli atriða. Einnig er von á því að ýmsir aðrir leynigestir komi fram.

„Fólk á að mæta vegna þess að við höfum aldrei klikkað á skemmtilegu partýi sem við höfum haldið á Prikinu og við lofum því að það má dansa allstaðar, auk þess sem confetti verður allsráðandi, enginn fer leiður út og þeir sem haga sér eins og fífl verða bornir umsvifalaust út svo við hin getum haldið áfram að skemmta framá rauðanótt. Þess má geta að ég lofa því að Gauti verður ekki ber að ofan að þessu sinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×