Kröfur eða kjaftæði | Elísabet heldur fyrirlestur um þjálfun fótboltakvenna fyrir KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 10:45 Elísabet Gunnarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn 2008. Vísir/Stefán Elísabet Gunnarsdóttir, margfaldur meistaraþjálfari hér heima á Íslandi og þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni í sjö ár, mun halda athyglisverðan fyrirlestur á námskeiði KSÍ um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna. KSÍ heldur þetta námskeið 8. til 9. janúar næstkomandi og kynnir það á heimasíðu sinni. Námskeiðið gefur fimm endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum ef mætt er báða dagana, en fjögur ef einungis er mætt á laugardeginum. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur það verið áberandi í flestum landsleikjum U17 og U19 kvenna að andstæðingar Íslands hafa verið í betra ásigkomulagi líkamlega en íslensku liðin. Síðastliðið ár hafa verið gerðar margskonar líkamlegar mælingar á leikmönnum allra kvennalandsliðanna og niðurstöður benda til þess að þörf sé á átaki í líkamlegri þjálfun leikmanna í 11 manna bolta kvenna á Íslandi. Fyrirlesarar munu meðal annars leggja fram gögn þessu til stuðning og koma með tillögur að lausnum. Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur heitir Kröfur eða kjaftæði og fer fram milli tvö og fjögur á laugardeginum. Elísabet gerði Valskonur fjórum sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún fór út til Svíþjóðar og tók við úrvalsdeildarliðinu Kristianstads DFF sem hún hefur þjálfað frá árinu 2009. Námskeiðsgestir fá einnig að fylgjast með því á föstudagskvöldinu þegar Kristján Ómar Björnsson framkvæmir mælingar á leikmönnum í sautján ára landsliði kvenna. Námskeiðsgjald er fimm þúsund krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. KSÍ kvetur þjálfara í ellefu manna bolta kvenna sérstaklega til að mæta á námskeiðið.Fyrirlesarar á námskeiðinu verða þrír og þeir eru: - Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads DFF í Svíþjóð, en hún mun fjalla um hvernig líkamlegri þjálfun er háttað hjá Kristianstads DFF og í sænska kvenna fótboltanum. - Kristján Ómar Björnsson en hann framkvæmir líkamleg próf á kvennalandsliðum Íslands. Hann mun leggja fram niðurstöður mælinganna og fara ítarlega í framkvæmd þeirra. Hann mun einnig koma með tillögur að æfingum til að bæta líkamlegt ástand leikmanna. - Dean Martin sem sér um líkamlega þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Hann mun kynna hvernig hann vinnur með liðið og einstaklinga innan þess.Dagskráin Föstudagur 8. janúar, Kórinn 20:00-21:00 Kristján Ómar framkvæmir mælingar á U17 ára landsliði kvenna Laugardagur 9. janúar, höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli 10:00-11:00 Mælingar kvennalandsliðanna - Kristján Ómar Björnsson 11:10-11:40 Líkamlega þjálfun mfl. kvenna hjá Breiðabliki - Dean Martin 11:40-12:40 Matarhlé 12:40-14:00 Kröfur eða kjaftæði - Elísabet Gunnarsdóttir Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir, margfaldur meistaraþjálfari hér heima á Íslandi og þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni í sjö ár, mun halda athyglisverðan fyrirlestur á námskeiði KSÍ um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna. KSÍ heldur þetta námskeið 8. til 9. janúar næstkomandi og kynnir það á heimasíðu sinni. Námskeiðið gefur fimm endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum ef mætt er báða dagana, en fjögur ef einungis er mætt á laugardeginum. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur það verið áberandi í flestum landsleikjum U17 og U19 kvenna að andstæðingar Íslands hafa verið í betra ásigkomulagi líkamlega en íslensku liðin. Síðastliðið ár hafa verið gerðar margskonar líkamlegar mælingar á leikmönnum allra kvennalandsliðanna og niðurstöður benda til þess að þörf sé á átaki í líkamlegri þjálfun leikmanna í 11 manna bolta kvenna á Íslandi. Fyrirlesarar munu meðal annars leggja fram gögn þessu til stuðning og koma með tillögur að lausnum. Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur heitir Kröfur eða kjaftæði og fer fram milli tvö og fjögur á laugardeginum. Elísabet gerði Valskonur fjórum sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún fór út til Svíþjóðar og tók við úrvalsdeildarliðinu Kristianstads DFF sem hún hefur þjálfað frá árinu 2009. Námskeiðsgestir fá einnig að fylgjast með því á föstudagskvöldinu þegar Kristján Ómar Björnsson framkvæmir mælingar á leikmönnum í sautján ára landsliði kvenna. Námskeiðsgjald er fimm þúsund krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. KSÍ kvetur þjálfara í ellefu manna bolta kvenna sérstaklega til að mæta á námskeiðið.Fyrirlesarar á námskeiðinu verða þrír og þeir eru: - Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads DFF í Svíþjóð, en hún mun fjalla um hvernig líkamlegri þjálfun er háttað hjá Kristianstads DFF og í sænska kvenna fótboltanum. - Kristján Ómar Björnsson en hann framkvæmir líkamleg próf á kvennalandsliðum Íslands. Hann mun leggja fram niðurstöður mælinganna og fara ítarlega í framkvæmd þeirra. Hann mun einnig koma með tillögur að æfingum til að bæta líkamlegt ástand leikmanna. - Dean Martin sem sér um líkamlega þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Hann mun kynna hvernig hann vinnur með liðið og einstaklinga innan þess.Dagskráin Föstudagur 8. janúar, Kórinn 20:00-21:00 Kristján Ómar framkvæmir mælingar á U17 ára landsliði kvenna Laugardagur 9. janúar, höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli 10:00-11:00 Mælingar kvennalandsliðanna - Kristján Ómar Björnsson 11:10-11:40 Líkamlega þjálfun mfl. kvenna hjá Breiðabliki - Dean Martin 11:40-12:40 Matarhlé 12:40-14:00 Kröfur eða kjaftæði - Elísabet Gunnarsdóttir
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira