Villimennirnir slegnir út í villimennsku Illugi Jökulsson skrifar 8. febrúar 2015 10:00 Orrustan við Zaatcha. Frakkar sækja fram. Þar var komið sögu að Hussein fursti Tyrkja í Algeirsborg sló sendimann Frakkakóngs með flugnafælu þegar þeir funduðu um hin erfiðu skuldamál millum Frakka og Alsíringa árið 1827. Þessi grein er sem sé framhald af flækjusögunni fyrir viku, þar sem byrjað var að rekja aðdraganda þess að Frakkar lögðu undir sig Alsír og hafði sú innrás svo langvarandi og djúp sár í för með sér að þau eru ekki gróin enn, þótt nú sé 51 ár síðan nýlenduherrar Frakka hurfu á braut frá Norður-Afríku. Eins og fram hafði komið brugðust Frakkar með derringi og dónaskap við kröfum Alsíringa um að þeir borguðu himinháar skuldir sínar frá því á dögum Napóleons keisara. Kom þar hvort tveggja til, að Búrbóna-kóngurinn Karl 10di taldi sig engan veginn skuldbundinn til að greiða skuldir „valdaræningjans frá Korsíku“ eins og keisarinn sálugi var yfirleitt kallaður um þær mundir, og svo hitt að það hentaði Karli kóngi vel að efna til fjandskapar í útlöndum, því hann var fúll og öllum leiður og vissi sem var að hvenær sem væri gæti brotist út bylting gegn honum á heimaslóðum. Því urðu Frakkar æ herskárri gagnvart kröfum Alsíringa og tóku því fegins hendi þegar Hussein missti stjórn á sér á fundinum með sendimanni Frakka; umsvifalaust lýstu Frakkar yfir hafnbanni á allar alsírskar hafnir og nú hét það að sverfa skyldi til stáls gegn sjóræningjum þeim sem haldið höfðu til í Alsír öldum saman. Franski flotinn kom sér fyrir utan við strendur Alsír og skyldi stöðva allar siglingar uns sjóræningjar hefðu verið upprættir.Óskammfeilnir Alsíringar En alsírskir sjóræningjar kipptu sér ekki upp við orrustuskip Frakka. Þeir höfðu séð annað eins. Að þremur árum liðnum fóru sjóræningjar enn sinna ferða óáreittir um Miðjarðarhafið en franskir kaupmenn kvörtuðu hins vegar sáran, því öll verslun þeirra við Alsíringa var farin í hundana og í bókhaldinu urðu mínusar þeirra æ fleiri og stærri. En ekki hvarflaði að Karli kóngi að lúffa, óvinsældir hans jukust bara eftir því sem árin liðu og því varð æ mikilvægara að geta dubbað upp útlenskan óvin í þeirri von að sameina þjóðina. Þegar hafnbannið hafði staðið í tvö ár sendi kóngur menn til Alsír með strangar kröfur um skuldaniðurfellingu og afnám sjórána, en Hussein dey sýndi þá enn þótta sinn og lét skjóta úr fallbyssum úr virki sínu á skip sendimannsins þegar það nálgaðist Algeirsborg. Ekki er ljóst hvort Alsíringar vissu að þarna var sendimaður á ferð en alltént fékk Karl kóngur þar annað kærkomið tækifæri til að efla ófrið sinn við Alsír – eins og flugnafælan hefði ekki verið nóg. Og var nú kvatt út lið franskra stráka og þeim smalað í skip þegar sumra tók árið 1830 og stefna sett til Alsír. Nú skyldi landið allt lagt undir dýrð Karls konungs af Búrbón-ættinni.Óslitin sigurganga Innrásin hófst um miðjan júní. Allt var þaulskipulagt og tóku 37.612 hermenn þátt í innrásinni og höfðu 3.800 hesta og 91 fallbyssu. Þetta lið var flutt á staðinn á um 500 flutningaskipum og fylgdu þeim 103 herskip sem skyldu gæta flotans fyrir hinum alræmdu sjóræningjum og jafnframt bombardera hafnarvirki Alsíringa. Merkilegt má heita að innrásaráætlanirnar voru komnar frá Napóleon hinum burtsofnaða keisara sem hafði í eina tíð látið sér detta það sama í hug og Karl 10di nú – að losna við skuldir sínar við Alsír með því að hernema landið. Þann 16. júní 1830 stigu svo fyrstu frönsku hermennirnir á land skammt frá Algeirsborg. Hersveitir Husseins dey snerust til varnar en ekki af ýkja miklum vaskleik og í lok mánaðarins voru Frakkar komnir með fallbyssurnar sínar í úthverfi Algeirsborgar. Stærsta virki borgarinnar féll eftir fimm daga umsátur þann 4. júlí og Hussein sá sæng sína uppreidda. Daginn eftir gafst hann formlega upp fyrir franska innrásarliðinu og fór síðan í útlegð; af einhverjum ástæðum sem ég hef aldrei séð neinar skýringar á óskaði hann eftir því að fá að setjast að í Frakklandi en því höfnuðu Frakkar. Líklega hafa þeir óttast flugnafæluna hans. Hussein hélt í staðinn til Ítalíu og bjó í Napólí í þrjú ár en dó síðan í Alexandríu 1838. Innrás Frakka í Alsír hafði sem sé gengið frábærlega vel, frá þeirra sjónarhóli. Næstu misserin gekk upp og ofan fyrir þá að ná afgangi landsins; nokkrir furstar vörðust í borgum eins og Oran og Konstantín sem og í uppsveitum landsins og náðu stundum að hrella Frakka illilega, en þegar á heildina er litið var sigurganga frönsku herdeildanna þó óaflátanleg og á örfáum árum var allt landið komið undir franska stjórn.Hernaðaryfirburðir Evrópuríkja Núorðið erum við vön að skauta yfir slíkar staðreyndir án þess að taka eftir þeim. Vesturveldin réðust til atlögu hvar sem er í heiminum á nýlendutímanum og lögðu undir sig öll lönd sem þeim sýndist, kannski ekki beinlínis átakalaust, en þó lá alltaf ljóst fyrir – er það ekki? – að stórveldin úr Evrópu hlutu að sigra, svo mikla yfirburði höfðu þau að hernaðartækni og -tólum yfir hinar frumstæðu þjóðir í öðrum heimshlutum. Svona er myndin sem við höfum af nýlendutímanum. Og vissulega var ekki við því að búast að sumar þjóðir Afríku og Asíu gætu reist rönd við innrásum hinna grimmu nýlenduvelda úr Evrópu. Þær voru margar óneitanlega býsna „frumstæðar“ hvað tækni og vígtól snerti. En ég verð að viðurkenna að ég furða mig dálítið á því hve auðveld viðureignar hin fornu íslömsku stórveldi í Miðausturlöndum og Norður-Afríku voru fyrir Vesturveldin. Athugum eitt. Um árið 1000 hafði hinn íslamski heimur yfirburði yfir Evrópu í tækni, vísindum og menningu yfirleitt. Og svo stóðu mál í margar aldir. Á 15du öld virtist um tíma raunveruleg hætta á að nýjasta stórveldi hins íslamska heims, Tyrkland, hreinlega bryti stóran hluta Evrópu undir sig. Aðeins 150 árum áður en franski innrásarherinn sópaði herjum Tyrkja og Alsíringa burt nánast eins og fisi, þá höfðu herir Tyrkjasoldáns setið um Vínarborg – helstu borg Evrópu – í tvo mánuði og það kostaði alla orku þýsku og mið-evrópsku ríkjanna að létta því umsátri. Þetta var árið 1683. En á þeirri hálfu annarri öld sem síðan var liðin var eins og allur kraftur Tyrkja væri þorrinn, og algjör stöðnun ríkti í öllum hinum íslamska heimi.Franskir villimenn Hvernig og hvers vegna þetta gerðist er merkilegt rannsóknarefni, en einkennilega erfitt að henda á því reiður. Er það virkilega svo að ríki eigi sér æviferil eins og dýr merkurinnar, þau fæðist, þroskist, eflist, en svo hljóti þeim að hnigna, það sé bara óhjákvæmilegt lögmál? Að minnsta kosti var nú svo komið fyrir því því mikla og rótgróna menningarríki Berba sem löngum hafði verið við lýði í Alsír að franskir æsingamenn höfðu kallað til stríðs gegn þeim „villimönnum“ sem þeir sögðu þar hafast við og hverju sem um var að kenna, þá höfðu Alsíringar að minnsta kosti ekki nokkurt roð við Frökkum í þetta sinn. En svo var spurningin hverjir voru „villimenn“. Frakkar gengu fram í Alsír af svo mikilli grimmd að sumum þeirra sjálfra fór brátt að blöskra. Þeir rændu og rupluðu, limlestu og svívirtu, nauðguðu og myrtu hvar sem þeir komu. Sú grimmdarorgía sem Frakkar köstuðu sér óhikað út í í Alsír var með algjörum ólíkindum og þegar árið 1833 sagði í niðurstöðu franskrar nefndar sem fór til Alsír að skoða afleiðingar innrásarinnar: „Við höfum sent í dauðann út af grunsemdum einum og án réttarhalda fólk sem mikill vafi lék á að væri sekt um eitthvað … við höfum myrt í hrönnum fólk sem bar griðabréf … við höfum svívirt erfingja þeirra [sem við höfum drepið] … við höfum slegið villimennina út í villimennsku …“ En þrátt fyrir þá viðleitni til að stilla grimmdarverkum í hóf sem fram kom í þessari skýrslu linnti ekki blóðbaðinu sem Frakkar stóðu fyrir í Alsír. Fjöldi fólks var rekinn frá frjósömum jörðum sínum og franskir bændur settir þar í staðinn, enda hafði ein ástæðan sem franskir embættismenn tilgreindu fyrir innrásinni sú að þar væri hægt að setja niður þann fjölda uppgjafadáta sem enn voru víða í reiðileysi í Frakklandi eftir umrót Napóleonsstyrjaldanna. En raunar var stór hluti þeirra bænda sem Frakkar settu niður í Alsír ekki af frönsku bergi brotinn, heldur frá Ítalíu, Spáni og Möltu. Og þar uxu upp nokkrar kynslóðir landnema sem töldu sig Alsíringa, en þegar Berbarnir sjálfir vildu um síðir losna við hina frönsku nýlenduherra upp úr seinni heimsstyrjöld, þá hlutu þær að víkja – og juku enn á flækjurnar í Alsírstríðinu 1954-62, einu grimmilegasta og blóðugasta nýlendustríði sögunnar. En það er svo að lokum eins og hin ýtrasta kaldhæðni sögunnar að sama dag og Hussein hrökklaðist frá völdum í Algeirsborg, 5. júlí 1830, þá var Karl 10di líka rekinn frá völdum í París, svo brella hans um að eyða óvinsældum sínum með hernaði gegn alsírskum „villimönnum“ hún heppnaðist ekki. Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Þar var komið sögu að Hussein fursti Tyrkja í Algeirsborg sló sendimann Frakkakóngs með flugnafælu þegar þeir funduðu um hin erfiðu skuldamál millum Frakka og Alsíringa árið 1827. Þessi grein er sem sé framhald af flækjusögunni fyrir viku, þar sem byrjað var að rekja aðdraganda þess að Frakkar lögðu undir sig Alsír og hafði sú innrás svo langvarandi og djúp sár í för með sér að þau eru ekki gróin enn, þótt nú sé 51 ár síðan nýlenduherrar Frakka hurfu á braut frá Norður-Afríku. Eins og fram hafði komið brugðust Frakkar með derringi og dónaskap við kröfum Alsíringa um að þeir borguðu himinháar skuldir sínar frá því á dögum Napóleons keisara. Kom þar hvort tveggja til, að Búrbóna-kóngurinn Karl 10di taldi sig engan veginn skuldbundinn til að greiða skuldir „valdaræningjans frá Korsíku“ eins og keisarinn sálugi var yfirleitt kallaður um þær mundir, og svo hitt að það hentaði Karli kóngi vel að efna til fjandskapar í útlöndum, því hann var fúll og öllum leiður og vissi sem var að hvenær sem væri gæti brotist út bylting gegn honum á heimaslóðum. Því urðu Frakkar æ herskárri gagnvart kröfum Alsíringa og tóku því fegins hendi þegar Hussein missti stjórn á sér á fundinum með sendimanni Frakka; umsvifalaust lýstu Frakkar yfir hafnbanni á allar alsírskar hafnir og nú hét það að sverfa skyldi til stáls gegn sjóræningjum þeim sem haldið höfðu til í Alsír öldum saman. Franski flotinn kom sér fyrir utan við strendur Alsír og skyldi stöðva allar siglingar uns sjóræningjar hefðu verið upprættir.Óskammfeilnir Alsíringar En alsírskir sjóræningjar kipptu sér ekki upp við orrustuskip Frakka. Þeir höfðu séð annað eins. Að þremur árum liðnum fóru sjóræningjar enn sinna ferða óáreittir um Miðjarðarhafið en franskir kaupmenn kvörtuðu hins vegar sáran, því öll verslun þeirra við Alsíringa var farin í hundana og í bókhaldinu urðu mínusar þeirra æ fleiri og stærri. En ekki hvarflaði að Karli kóngi að lúffa, óvinsældir hans jukust bara eftir því sem árin liðu og því varð æ mikilvægara að geta dubbað upp útlenskan óvin í þeirri von að sameina þjóðina. Þegar hafnbannið hafði staðið í tvö ár sendi kóngur menn til Alsír með strangar kröfur um skuldaniðurfellingu og afnám sjórána, en Hussein dey sýndi þá enn þótta sinn og lét skjóta úr fallbyssum úr virki sínu á skip sendimannsins þegar það nálgaðist Algeirsborg. Ekki er ljóst hvort Alsíringar vissu að þarna var sendimaður á ferð en alltént fékk Karl kóngur þar annað kærkomið tækifæri til að efla ófrið sinn við Alsír – eins og flugnafælan hefði ekki verið nóg. Og var nú kvatt út lið franskra stráka og þeim smalað í skip þegar sumra tók árið 1830 og stefna sett til Alsír. Nú skyldi landið allt lagt undir dýrð Karls konungs af Búrbón-ættinni.Óslitin sigurganga Innrásin hófst um miðjan júní. Allt var þaulskipulagt og tóku 37.612 hermenn þátt í innrásinni og höfðu 3.800 hesta og 91 fallbyssu. Þetta lið var flutt á staðinn á um 500 flutningaskipum og fylgdu þeim 103 herskip sem skyldu gæta flotans fyrir hinum alræmdu sjóræningjum og jafnframt bombardera hafnarvirki Alsíringa. Merkilegt má heita að innrásaráætlanirnar voru komnar frá Napóleon hinum burtsofnaða keisara sem hafði í eina tíð látið sér detta það sama í hug og Karl 10di nú – að losna við skuldir sínar við Alsír með því að hernema landið. Þann 16. júní 1830 stigu svo fyrstu frönsku hermennirnir á land skammt frá Algeirsborg. Hersveitir Husseins dey snerust til varnar en ekki af ýkja miklum vaskleik og í lok mánaðarins voru Frakkar komnir með fallbyssurnar sínar í úthverfi Algeirsborgar. Stærsta virki borgarinnar féll eftir fimm daga umsátur þann 4. júlí og Hussein sá sæng sína uppreidda. Daginn eftir gafst hann formlega upp fyrir franska innrásarliðinu og fór síðan í útlegð; af einhverjum ástæðum sem ég hef aldrei séð neinar skýringar á óskaði hann eftir því að fá að setjast að í Frakklandi en því höfnuðu Frakkar. Líklega hafa þeir óttast flugnafæluna hans. Hussein hélt í staðinn til Ítalíu og bjó í Napólí í þrjú ár en dó síðan í Alexandríu 1838. Innrás Frakka í Alsír hafði sem sé gengið frábærlega vel, frá þeirra sjónarhóli. Næstu misserin gekk upp og ofan fyrir þá að ná afgangi landsins; nokkrir furstar vörðust í borgum eins og Oran og Konstantín sem og í uppsveitum landsins og náðu stundum að hrella Frakka illilega, en þegar á heildina er litið var sigurganga frönsku herdeildanna þó óaflátanleg og á örfáum árum var allt landið komið undir franska stjórn.Hernaðaryfirburðir Evrópuríkja Núorðið erum við vön að skauta yfir slíkar staðreyndir án þess að taka eftir þeim. Vesturveldin réðust til atlögu hvar sem er í heiminum á nýlendutímanum og lögðu undir sig öll lönd sem þeim sýndist, kannski ekki beinlínis átakalaust, en þó lá alltaf ljóst fyrir – er það ekki? – að stórveldin úr Evrópu hlutu að sigra, svo mikla yfirburði höfðu þau að hernaðartækni og -tólum yfir hinar frumstæðu þjóðir í öðrum heimshlutum. Svona er myndin sem við höfum af nýlendutímanum. Og vissulega var ekki við því að búast að sumar þjóðir Afríku og Asíu gætu reist rönd við innrásum hinna grimmu nýlenduvelda úr Evrópu. Þær voru margar óneitanlega býsna „frumstæðar“ hvað tækni og vígtól snerti. En ég verð að viðurkenna að ég furða mig dálítið á því hve auðveld viðureignar hin fornu íslömsku stórveldi í Miðausturlöndum og Norður-Afríku voru fyrir Vesturveldin. Athugum eitt. Um árið 1000 hafði hinn íslamski heimur yfirburði yfir Evrópu í tækni, vísindum og menningu yfirleitt. Og svo stóðu mál í margar aldir. Á 15du öld virtist um tíma raunveruleg hætta á að nýjasta stórveldi hins íslamska heims, Tyrkland, hreinlega bryti stóran hluta Evrópu undir sig. Aðeins 150 árum áður en franski innrásarherinn sópaði herjum Tyrkja og Alsíringa burt nánast eins og fisi, þá höfðu herir Tyrkjasoldáns setið um Vínarborg – helstu borg Evrópu – í tvo mánuði og það kostaði alla orku þýsku og mið-evrópsku ríkjanna að létta því umsátri. Þetta var árið 1683. En á þeirri hálfu annarri öld sem síðan var liðin var eins og allur kraftur Tyrkja væri þorrinn, og algjör stöðnun ríkti í öllum hinum íslamska heimi.Franskir villimenn Hvernig og hvers vegna þetta gerðist er merkilegt rannsóknarefni, en einkennilega erfitt að henda á því reiður. Er það virkilega svo að ríki eigi sér æviferil eins og dýr merkurinnar, þau fæðist, þroskist, eflist, en svo hljóti þeim að hnigna, það sé bara óhjákvæmilegt lögmál? Að minnsta kosti var nú svo komið fyrir því því mikla og rótgróna menningarríki Berba sem löngum hafði verið við lýði í Alsír að franskir æsingamenn höfðu kallað til stríðs gegn þeim „villimönnum“ sem þeir sögðu þar hafast við og hverju sem um var að kenna, þá höfðu Alsíringar að minnsta kosti ekki nokkurt roð við Frökkum í þetta sinn. En svo var spurningin hverjir voru „villimenn“. Frakkar gengu fram í Alsír af svo mikilli grimmd að sumum þeirra sjálfra fór brátt að blöskra. Þeir rændu og rupluðu, limlestu og svívirtu, nauðguðu og myrtu hvar sem þeir komu. Sú grimmdarorgía sem Frakkar köstuðu sér óhikað út í í Alsír var með algjörum ólíkindum og þegar árið 1833 sagði í niðurstöðu franskrar nefndar sem fór til Alsír að skoða afleiðingar innrásarinnar: „Við höfum sent í dauðann út af grunsemdum einum og án réttarhalda fólk sem mikill vafi lék á að væri sekt um eitthvað … við höfum myrt í hrönnum fólk sem bar griðabréf … við höfum svívirt erfingja þeirra [sem við höfum drepið] … við höfum slegið villimennina út í villimennsku …“ En þrátt fyrir þá viðleitni til að stilla grimmdarverkum í hóf sem fram kom í þessari skýrslu linnti ekki blóðbaðinu sem Frakkar stóðu fyrir í Alsír. Fjöldi fólks var rekinn frá frjósömum jörðum sínum og franskir bændur settir þar í staðinn, enda hafði ein ástæðan sem franskir embættismenn tilgreindu fyrir innrásinni sú að þar væri hægt að setja niður þann fjölda uppgjafadáta sem enn voru víða í reiðileysi í Frakklandi eftir umrót Napóleonsstyrjaldanna. En raunar var stór hluti þeirra bænda sem Frakkar settu niður í Alsír ekki af frönsku bergi brotinn, heldur frá Ítalíu, Spáni og Möltu. Og þar uxu upp nokkrar kynslóðir landnema sem töldu sig Alsíringa, en þegar Berbarnir sjálfir vildu um síðir losna við hina frönsku nýlenduherra upp úr seinni heimsstyrjöld, þá hlutu þær að víkja – og juku enn á flækjurnar í Alsírstríðinu 1954-62, einu grimmilegasta og blóðugasta nýlendustríði sögunnar. En það er svo að lokum eins og hin ýtrasta kaldhæðni sögunnar að sama dag og Hussein hrökklaðist frá völdum í Algeirsborg, 5. júlí 1830, þá var Karl 10di líka rekinn frá völdum í París, svo brella hans um að eyða óvinsældum sínum með hernaði gegn alsírskum „villimönnum“ hún heppnaðist ekki.
Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira