Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. apríl 2015 13:30 Úr Litahlaupinu sem fram fór í Abu Dhabi. vísir/getty Nú hafa selst um það bil fjögur þúsund miðar af þeim sex þúsund miðum sem í boði eru í The Color Run sem fram fer í Reykjavík í sumar og hefur miðasala gengið vonum framar. „Við opnuðum fyrir forsölu á midi.is í lok síðasta árs vegna þess að það var farið að spyrjast út að hlaupið yrði hér á landi í sumar og það var aðallega vegna þrýstings sem við opnuðum fyrir miðasöluna svona snemma,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn forsvarsmanna hlaupsins hér á landi. „Planið var að byrja með miðasöluna núna í apríl þannig að við byrjuðum að birta auglýsingar um hlaupið á dögunum en hingað til hefur aðeins verið umræða um hlaupið á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Stemning fyrir hlaupinu hefur verið stigvaxandi og nú hafa yfir 10.000 manns merkt sig á viðburðinn á Facebook þannig að miðað við þann áhuga og söluna upp á síðkastið þá verður uppselt á viðburðinn áður en langt um líður.“Fyrirtæki gefa hlaup í sumargjöf Davíð segir að þó nokkuð sé um að fyrirtæki séu að kaupa talsverðan fjölda af miðum til að gefa í sumargjafir til starfsmanna sinna. „Mörg fyrirtæki hafa haft samband og vilja koma á hópefli á meðal starfsfólks, hrista hópinn saman í skemmtilegri upplifun. Sum hafa ákveðið að taka þátt í hlaupinu sem hluta af vinnudegi starfsmanna og ætla að vera sérstaklega merkt í hlaupinu í skemmtilegri hópstemningu. Þetta er bara gaman og gerir ekkert annað en að krydda hlaupið. Það eru reyndar ekki bara fyrirtæki sem gera þetta. Til dæmis er rúmlega 100 manna æfingahópur í Reykjanesbæ sem ætlar að mæta í hlaupið saman þannig að þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Davíð. The Color Run hefur farið sigurför um heiminn síðustu 3 ár og stöðugt fjölgar löndum og borgum sem halda hlaupið. Á þessu ári verður hlaupið í meira en 50 löndum og borgirnar orðnar vel rúmlega 200. Hlaupið fer fram þann 6. júní í sumar í Reykjavík og hægt er að kaupa miða í hlaupið á midi.is. Tengdar fréttir Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Nú hafa selst um það bil fjögur þúsund miðar af þeim sex þúsund miðum sem í boði eru í The Color Run sem fram fer í Reykjavík í sumar og hefur miðasala gengið vonum framar. „Við opnuðum fyrir forsölu á midi.is í lok síðasta árs vegna þess að það var farið að spyrjast út að hlaupið yrði hér á landi í sumar og það var aðallega vegna þrýstings sem við opnuðum fyrir miðasöluna svona snemma,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn forsvarsmanna hlaupsins hér á landi. „Planið var að byrja með miðasöluna núna í apríl þannig að við byrjuðum að birta auglýsingar um hlaupið á dögunum en hingað til hefur aðeins verið umræða um hlaupið á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Stemning fyrir hlaupinu hefur verið stigvaxandi og nú hafa yfir 10.000 manns merkt sig á viðburðinn á Facebook þannig að miðað við þann áhuga og söluna upp á síðkastið þá verður uppselt á viðburðinn áður en langt um líður.“Fyrirtæki gefa hlaup í sumargjöf Davíð segir að þó nokkuð sé um að fyrirtæki séu að kaupa talsverðan fjölda af miðum til að gefa í sumargjafir til starfsmanna sinna. „Mörg fyrirtæki hafa haft samband og vilja koma á hópefli á meðal starfsfólks, hrista hópinn saman í skemmtilegri upplifun. Sum hafa ákveðið að taka þátt í hlaupinu sem hluta af vinnudegi starfsmanna og ætla að vera sérstaklega merkt í hlaupinu í skemmtilegri hópstemningu. Þetta er bara gaman og gerir ekkert annað en að krydda hlaupið. Það eru reyndar ekki bara fyrirtæki sem gera þetta. Til dæmis er rúmlega 100 manna æfingahópur í Reykjanesbæ sem ætlar að mæta í hlaupið saman þannig að þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Davíð. The Color Run hefur farið sigurför um heiminn síðustu 3 ár og stöðugt fjölgar löndum og borgum sem halda hlaupið. Á þessu ári verður hlaupið í meira en 50 löndum og borgirnar orðnar vel rúmlega 200. Hlaupið fer fram þann 6. júní í sumar í Reykjavík og hægt er að kaupa miða í hlaupið á midi.is.
Tengdar fréttir Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54
The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50