Hressandi en ekki gallalaus leikur fyrir marga að spila í einu Tinni Sveinsson skrifar 6. júní 2015 12:00 Fjölbreyttur Mario Party er smekkfullur af smáleikjum VÍSIR/NINTENDO Mario Party 10 er nýjasti leikurinn í samnefndri röð frá Nintendo og er gerður fyrir Wii U-leikjatölvuna. Mario Party er hugsaður fyrir marga að spila saman í einu. Borðin eru sett upp eins og borðspil og spilarar kasta sýndarteningi til að komast áfram og reyna að safna sér sem flestum stjörnum í mismunandi smáleikjum. Hægt er að spila hann á nokkra vegu en leikurinn kynnir meðal annars til sögunnar Bowser Mode, þar sem einn spilaranna tekur sér GamePad-stýringuna í hönd og spilar Bowser á móti hinum. Virkilega skemmtileg viðbót. Þá styður leikurinn einnig Amiibo-fígúrurnar. Hægt að spila með þeim og á hver fígúra sér borð sem er hannað sérstaklega fyrir hana. Leikurinn er fjölbreyttur og smekkfullur af smáleikjum sem gaman er að spila. Það er hins vegar meinlegur galli á honum að allt spilið er keyrt áfram á teningaköstum. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að auka reglulega við árangurinn eftir því sem færnin eykst. Þetta getur verið pirrandi. Mario Party er aftur á móti litríkur og uppfullur af hressandi húmor og er skemmtilegt að spila hann með vinum eða fjölskyldunni. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Mario Party 10 er nýjasti leikurinn í samnefndri röð frá Nintendo og er gerður fyrir Wii U-leikjatölvuna. Mario Party er hugsaður fyrir marga að spila saman í einu. Borðin eru sett upp eins og borðspil og spilarar kasta sýndarteningi til að komast áfram og reyna að safna sér sem flestum stjörnum í mismunandi smáleikjum. Hægt er að spila hann á nokkra vegu en leikurinn kynnir meðal annars til sögunnar Bowser Mode, þar sem einn spilaranna tekur sér GamePad-stýringuna í hönd og spilar Bowser á móti hinum. Virkilega skemmtileg viðbót. Þá styður leikurinn einnig Amiibo-fígúrurnar. Hægt að spila með þeim og á hver fígúra sér borð sem er hannað sérstaklega fyrir hana. Leikurinn er fjölbreyttur og smekkfullur af smáleikjum sem gaman er að spila. Það er hins vegar meinlegur galli á honum að allt spilið er keyrt áfram á teningaköstum. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að auka reglulega við árangurinn eftir því sem færnin eykst. Þetta getur verið pirrandi. Mario Party er aftur á móti litríkur og uppfullur af hressandi húmor og er skemmtilegt að spila hann með vinum eða fjölskyldunni.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira