Lífið

EuroReynir: Eurovision ekki búið þó Ísland sé úr leik

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Þetta hefur verið skemmtilegt þó maður hafi ekki verið sáttur eða ánægður í gærkvöldi,“ segir Reynir Þór Eggertsson, Euro-Reynir, en hann er staddur úti í Vínarborg til að fylgjast með Eurovision.

„Eurovision er ekki búið þó Ísland sé ekki lengur meðal þátttakenda. Dómararennslið er í kvöld og auðvitað aðalkeppnin á morgun. Það verður spennandi að sjá hver sigrar keppnina.“

Reynir þorir ekki að veðja á eina þjóð sem mun bera sigur úr bítum en virðist vera nokkuð sammála veðbönkum um að það verði hörð barátta milli Svía, Rússa, Ítala og Ástrala. Eistland, Noregur, Ísrael og Serbía muni fylgja í næstu sætum.

Sjá einnig: Veðbankar spá Svíum öruggum sigri

„Það er erfitt að spá fyrir með land eins og Lettland. Við spáðum því ekki áfram í Alla leið en það er í úrslitum. Ég held að það verði annaðhvort í efstu fimm eða alveg neðst í keppninni. Sömu sögu má segja með serbnesku söngkonuna,“ segir Reynir.

Aðspurður um frammistöðu Maríu segir Reynir að honum hafi fundist hún standa sig vel. Hann hafi ekki orðið var við hljóðtruflanir eða falskar nótur. „Það hefur samt verið eitthvað vandamál og það var talað um að margir hefðu átt í vandræðum með mónitorana í eyrunum.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.