Körfubolti

Lífsnauðsynlegur sigur Fjölnis á Þór

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Róbert Sigurðsson átti stórleik.
Róbert Sigurðsson átti stórleik. vísir/valli
Fjölnir vann lífsnauðsynlegar sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 92-84, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld.

Fjölnir er í harðri þriggja liða fallbaráttu við ÍR og Skallagrím, en tvö af þremur liðunum falla niður í 1. deildina.

Róbert Sigurðsson átti stórleik fyrir Fjölni og skoraði 25 stig auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar, en Jonathan Mitchell skoraði 25 stig og tók 13 fráköst.

Hjá gestunum var Grétar Ingi Erlendsson með 27 stig og 4 fráköst og Darrin Govens átti flottan leik með 21 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.

Fjölnir er áfram í fallsæti með tíu stig, en er búið að jafna ÍR að stigum sem er í tíunda sætinu. Skallagrímur er einn eftir á botninum með átta stig.

Tvær umferðir eru eftir af deildinni. Fjölnir mætir Grindavík á útivelli í næstu umferð á sama tíma og ÍR og Skallagrímur berjast í fjögurra stiga fallslag.

Fjölnir-Þór Þ. 92-84 (25-32, 21-20, 21-16, 25-16)

Fjölnir: Róbert Sigurðsson 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Jonathan Mitchell 25/13 fráköst, Davíð Ingi Bustion 13/9 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 8/5 fráköst, Sindri Már Kárason 8/6 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 5, Danero Thomas 4, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 4.

Þór Þ.: Grétar Ingi Erlendsson 27/4 fráköst, Darrin Govens 21/8 fráköst/8 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 16/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 10/7 fráköst, Nemanja Sovic 6, Oddur Ólafsson 4/4 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×