Vilt þú verða betri elskhugi? Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 6. mars 2015 07:00 Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar ég fékk fyrsta klámblaðið í hendurnar. Eftir það varð ekki aftur snúið og þegar ég fékk nær óheftan aðgang að internetinu á unglingsárum byrjaði ballið fyrir alvöru. Nýjar konur nánast daglega árum saman, af öllum stærðum og gerðum. Myndböndin tóku við af ljósmyndunum og háskerpan var líkt og hedónísk hraðbraut án hraðatakmarkana. Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að ég væri hugsanlega langt leiddur klámfíkill sem gat varla fengið fullnægingu án þess að ýta undir mansal. Stöðugar lygar um klámneysluna hringdu engum viðvörunarbjöllum. Mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Grunlaus um hvað biði mín, hætti ég að skoða klám af mannúðarástæðum fyrir nokkrum árum. Eftir á að hyggja var kannski ágætt að ekkert af forvarnarstarfi skólagöngu minnar hafði snúist um afleiðingar klámneyslu. Ef ég hefði vitað að ég yrði nær getulaus, þunglyndur, svefnvana og ófær um að standa undir væntingum í rúminu þá er ég ekki viss um að ég hefði ákveðið að hætta. Árum saman var ég þess fullviss að ég væri frábær elskhugi sem lifði góðu kynlífi. Þetta reyndist misskilningur. Ég gat vissulega framkvæmt ýmsar kúnstir í rúminu en ég var ófær um að elskast. Ófær um að njóta ásta þar sem allt er hárfínt og viðkvæmt og nándin yfirtekur allt. Hugurinn var of gegnumsýrður af klámi til að líkaminn gæti brugðist eðlilega við snertingu, ástúð og virðingu. Aldrei hefði mig grunað að það myndi taka mig marga mánuði að ná þeim bata að komast í snertingu við sjálfan mig á ný. Að því tímabili loknu öðlaðist kynlíf hins vegar nýja og æðri merkingu í mínum huga. Ég hef ekki tölu yfir hversu margar greinar ég hef rekist á um hvernig hægt sé að verða betri elskhugi. Falin fíkn er alltof sjaldan umfjöllunarefni þeirra. #energy Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar ég fékk fyrsta klámblaðið í hendurnar. Eftir það varð ekki aftur snúið og þegar ég fékk nær óheftan aðgang að internetinu á unglingsárum byrjaði ballið fyrir alvöru. Nýjar konur nánast daglega árum saman, af öllum stærðum og gerðum. Myndböndin tóku við af ljósmyndunum og háskerpan var líkt og hedónísk hraðbraut án hraðatakmarkana. Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að ég væri hugsanlega langt leiddur klámfíkill sem gat varla fengið fullnægingu án þess að ýta undir mansal. Stöðugar lygar um klámneysluna hringdu engum viðvörunarbjöllum. Mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Grunlaus um hvað biði mín, hætti ég að skoða klám af mannúðarástæðum fyrir nokkrum árum. Eftir á að hyggja var kannski ágætt að ekkert af forvarnarstarfi skólagöngu minnar hafði snúist um afleiðingar klámneyslu. Ef ég hefði vitað að ég yrði nær getulaus, þunglyndur, svefnvana og ófær um að standa undir væntingum í rúminu þá er ég ekki viss um að ég hefði ákveðið að hætta. Árum saman var ég þess fullviss að ég væri frábær elskhugi sem lifði góðu kynlífi. Þetta reyndist misskilningur. Ég gat vissulega framkvæmt ýmsar kúnstir í rúminu en ég var ófær um að elskast. Ófær um að njóta ásta þar sem allt er hárfínt og viðkvæmt og nándin yfirtekur allt. Hugurinn var of gegnumsýrður af klámi til að líkaminn gæti brugðist eðlilega við snertingu, ástúð og virðingu. Aldrei hefði mig grunað að það myndi taka mig marga mánuði að ná þeim bata að komast í snertingu við sjálfan mig á ný. Að því tímabili loknu öðlaðist kynlíf hins vegar nýja og æðri merkingu í mínum huga. Ég hef ekki tölu yfir hversu margar greinar ég hef rekist á um hvernig hægt sé að verða betri elskhugi. Falin fíkn er alltof sjaldan umfjöllunarefni þeirra. #energy
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun