Það er ódýrt í NATO Pawel Bartoszek skrifar 10. janúar 2015 07:00 Ímyndum okkur eftirfarandi senu: Bjallan hringir. Fyrir utan standa tveir einkennisklæddir menn. Þeir spyrja hvort við séum við. Við erum við. Þeir segja: „Þú hefur verið kvaddur í herinn. Þú hefur viku til að ganga frá þínum málum. Svo ætlum við að biðja þig um að mæta upp á Ásbrú. Þjálfunin mun fara fram þar.“ Við segjum: „Bíddu, bíddu, bíddu. Nei, nei. Það gengur ekki. Ég er með plön og svoleiðis. Ég var á leiðinni til útlanda. Má þetta?” Þeir segja: „Já, þú veist hvernig ástandið er í heiminum. Við þurfum að vera í viðbragðsstöðu. Það var haldinn dráttur og nafn þitt kom upp. Engar áhyggjur, þú færð borgað og allt. Og getur farið heim eftir hvern dag. Nema að þú viljir gista uppi á velli. Þá er það líka í boði.“ Við spyrjum hvort það sé engin, virkilega engin leið til að losna við þetta. Einkennisklæddu mennirnir líta hver á annan og svara því að það sé reyndar til leið. Það er hægt að borga einhverjum öðrum fyrir að fara í herinn fyrir sig, til dæmis einhverjum í Tyrklandi, Búlgaríu eða Bandaríkjunum. „Hve mikið?“ spyrjum við.Mikil forréttindi Íslendingar hafa ekki her. Það er ótrúlegur lúxus að hafa það þannig. Það eru mikil forréttindi að enginn Íslendingur þurfi nokkurn tímann að velta sér upp úr leðju og læra að skjóta á annað fólk. Það eru forréttindi að þurfa ekki einu sinni að spá í því hvort maður þurfi einhvern tímann að gera það. Það breytir því samt ekki að heimurinn er ekki skemmtigarður og stundum er ráðist á ríki. Sem betur fer er ástandið þannig nú að flestar innrásarsviðsmyndir þar sem Ísland kemur við sögu fá þann sem setur þær fram til að líta út eins og ofsóknarbrjálæðing. En hlutir geta breyst hratt. Það er ekki góð hugmynd að bíða með að fá sér brunatryggingu þangað til kviknað er í húsinu við hliðina. Í nýjustu bók sinni fjallar Jón Gnarr um andstöðu sína gegn NATO en lýsir jafnframt þeirri skoðun að ef einhver hætta myndi steðja að okkur myndi bandalagið engu að síður koma okkur til bjargar. Sko, ef við kjósum að segja okkur úr varnarsamstarfi við aðrar þjóðir þá getum við ekki haft þær væntingar að þær komi okkur til varnar í neyð. Við getum þá annaðhvort ákveðið að reyna að taka á minniháttar ógnum sjálf, með ærnum tilkostnaði, eða einfaldlega ákveðið að við ætlum að hengja upp hvíta fánann og bíta svo á jaxlinn. Það getur svo sem verið afstaða í sjálfu sér en ef við höfum sannarlega þær væntingar að einhver tiltekinn komi okkur til bjargar þá er ekki of mikið að taka á sig einhverjar byrðar af þeim hugsanlegu vörnum. Svo vill til að við gerum það í dag. Þær byrðar heita einfaldlega NATO.Fyrir lítið Samkvæmt Hagstofunni voru framlög Íslands til varnarmála 450 milljónir króna árið 2013, þar af voru framlög Íslands til NATO um tveir þriðju af þeirri tölu. Þetta gerir um 1.500 kr. á mann á ári. Þetta eru hlægilega lágar tölur samanborið við varnarmálaútgjöld flestra nágrannaríkja okkar sem gjarnan þurfa að eyða 10-20 sinnum meira á haus í sínar varnir. Og þau ríki sleppa ekki við að þurfa að senda fólk sitt í herinn, að minnsta kosti endrum og eins. Litlar deilur hafa verið um NATO-aðild að undanförnu og eflaust hafa margir stuðningsmenn hennar talið að málið væri úr sögunni. En nú um stundir virðist samt öllu meiri ástríða í hópi þeirra sem vilja ganga út heldur en hinna. Það er alls ekki útilokað að NATO-aðild verði aftur raunverulegt átakamál. Umræða um kostnað við NATO-aðild, sem reglulega kemur upp á þingi, er auðvitað einn angi af því. Vera okkar í NATO felur í sér að við erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju svo við sjálf þurfum ekki að gera það. Í dæmisögunni að ofan fáum við sem sagt að sleppa við að fara í herinn fyrir 1.500 kr. á ári. Hvort okkur sé yfirhöfuð siðferðislega stætt á því að borga öðrum fyrir að leggja líf sitt í hættu til að tryggja okkar öryggi er vissulega áleitin siðferðisleg spurning. En eitt er víst: Dýrt er þetta nú ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun
Ímyndum okkur eftirfarandi senu: Bjallan hringir. Fyrir utan standa tveir einkennisklæddir menn. Þeir spyrja hvort við séum við. Við erum við. Þeir segja: „Þú hefur verið kvaddur í herinn. Þú hefur viku til að ganga frá þínum málum. Svo ætlum við að biðja þig um að mæta upp á Ásbrú. Þjálfunin mun fara fram þar.“ Við segjum: „Bíddu, bíddu, bíddu. Nei, nei. Það gengur ekki. Ég er með plön og svoleiðis. Ég var á leiðinni til útlanda. Má þetta?” Þeir segja: „Já, þú veist hvernig ástandið er í heiminum. Við þurfum að vera í viðbragðsstöðu. Það var haldinn dráttur og nafn þitt kom upp. Engar áhyggjur, þú færð borgað og allt. Og getur farið heim eftir hvern dag. Nema að þú viljir gista uppi á velli. Þá er það líka í boði.“ Við spyrjum hvort það sé engin, virkilega engin leið til að losna við þetta. Einkennisklæddu mennirnir líta hver á annan og svara því að það sé reyndar til leið. Það er hægt að borga einhverjum öðrum fyrir að fara í herinn fyrir sig, til dæmis einhverjum í Tyrklandi, Búlgaríu eða Bandaríkjunum. „Hve mikið?“ spyrjum við.Mikil forréttindi Íslendingar hafa ekki her. Það er ótrúlegur lúxus að hafa það þannig. Það eru mikil forréttindi að enginn Íslendingur þurfi nokkurn tímann að velta sér upp úr leðju og læra að skjóta á annað fólk. Það eru forréttindi að þurfa ekki einu sinni að spá í því hvort maður þurfi einhvern tímann að gera það. Það breytir því samt ekki að heimurinn er ekki skemmtigarður og stundum er ráðist á ríki. Sem betur fer er ástandið þannig nú að flestar innrásarsviðsmyndir þar sem Ísland kemur við sögu fá þann sem setur þær fram til að líta út eins og ofsóknarbrjálæðing. En hlutir geta breyst hratt. Það er ekki góð hugmynd að bíða með að fá sér brunatryggingu þangað til kviknað er í húsinu við hliðina. Í nýjustu bók sinni fjallar Jón Gnarr um andstöðu sína gegn NATO en lýsir jafnframt þeirri skoðun að ef einhver hætta myndi steðja að okkur myndi bandalagið engu að síður koma okkur til bjargar. Sko, ef við kjósum að segja okkur úr varnarsamstarfi við aðrar þjóðir þá getum við ekki haft þær væntingar að þær komi okkur til varnar í neyð. Við getum þá annaðhvort ákveðið að reyna að taka á minniháttar ógnum sjálf, með ærnum tilkostnaði, eða einfaldlega ákveðið að við ætlum að hengja upp hvíta fánann og bíta svo á jaxlinn. Það getur svo sem verið afstaða í sjálfu sér en ef við höfum sannarlega þær væntingar að einhver tiltekinn komi okkur til bjargar þá er ekki of mikið að taka á sig einhverjar byrðar af þeim hugsanlegu vörnum. Svo vill til að við gerum það í dag. Þær byrðar heita einfaldlega NATO.Fyrir lítið Samkvæmt Hagstofunni voru framlög Íslands til varnarmála 450 milljónir króna árið 2013, þar af voru framlög Íslands til NATO um tveir þriðju af þeirri tölu. Þetta gerir um 1.500 kr. á mann á ári. Þetta eru hlægilega lágar tölur samanborið við varnarmálaútgjöld flestra nágrannaríkja okkar sem gjarnan þurfa að eyða 10-20 sinnum meira á haus í sínar varnir. Og þau ríki sleppa ekki við að þurfa að senda fólk sitt í herinn, að minnsta kosti endrum og eins. Litlar deilur hafa verið um NATO-aðild að undanförnu og eflaust hafa margir stuðningsmenn hennar talið að málið væri úr sögunni. En nú um stundir virðist samt öllu meiri ástríða í hópi þeirra sem vilja ganga út heldur en hinna. Það er alls ekki útilokað að NATO-aðild verði aftur raunverulegt átakamál. Umræða um kostnað við NATO-aðild, sem reglulega kemur upp á þingi, er auðvitað einn angi af því. Vera okkar í NATO felur í sér að við erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju svo við sjálf þurfum ekki að gera það. Í dæmisögunni að ofan fáum við sem sagt að sleppa við að fara í herinn fyrir 1.500 kr. á ári. Hvort okkur sé yfirhöfuð siðferðislega stætt á því að borga öðrum fyrir að leggja líf sitt í hættu til að tryggja okkar öryggi er vissulega áleitin siðferðisleg spurning. En eitt er víst: Dýrt er þetta nú ekki.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun