Snakkið vonandi klárt fyrir Eurovision Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. mars 2015 19:00 Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ventu kvæði sínu í kross og gerðust bændur fyrir ári síðan. „Við stefnum á að vera tilbúin með eitthvað snakk fyrir Eurovision í maí, það er svona hið eina sanna snakk-seasion,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Þau tóku við bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi og hafa unnið að því að breyta fjósi í snakkverksmiðju. Þau brugðu því á það ráð að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund, líkt og þau gerðu til að fjármagna framleiðslu á Bulsum sem nú fást víða.Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.Mynd/Svavar Pétur„Ég var pínu stressaður um að þetta myndi allt fara til fjandans en svo sýnist mér fólk vera taka við sér og mér sýnist að þetta muni merjast,“ segir Svavar Pétur. Nú þegar hafa um fimmtíu öðlingar lagt í púkkið og er upphæðin komin upp í rúmar tvö þúsund evrur. Markmiðið er að safna 10 þúsund evrum. En það ber þó að taka það fram að þetta er ekki söfnun heldur fær fólk ýmislegt fyrir peninginn. Allt frá því að fá nafn sitt ritað á þakkartöflu í snakkverksmiðjunni upp í gistingu, tónleika með Prins Póló og Bulsuveislu, allt eftir því hversu háa uppæð fólk leggur til. Hann segir framkvæmdirnar ganga vel og er bjartsýnn á framhaldið. „Þetta gengur þrusu vel, það voru menn að setja niður nýja spennustöð til að geta keyrt snakkofninn og svo var verið að setja upp vaska.“ Markmiðið er að verkið verði klárt fyrir vorið. Þá á snakkverksmiðjan að vera komin á laggirnar, og á markað komið fyrsta flokks heilsusamlegt sveitasnakk úr gulrófum, undir merki Havarí. Tengdar fréttir Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43 Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Svavar Pétur ætlar að gera Berufjörð að miklu menningarmusteri. Fyrsta skrefið er framleiðsla á íslensku sveitasnakki. Gistiheimili og hljóðver næst á dagskrá. 10. janúar 2015 08:30 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Við stefnum á að vera tilbúin með eitthvað snakk fyrir Eurovision í maí, það er svona hið eina sanna snakk-seasion,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Þau tóku við bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi og hafa unnið að því að breyta fjósi í snakkverksmiðju. Þau brugðu því á það ráð að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund, líkt og þau gerðu til að fjármagna framleiðslu á Bulsum sem nú fást víða.Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.Mynd/Svavar Pétur„Ég var pínu stressaður um að þetta myndi allt fara til fjandans en svo sýnist mér fólk vera taka við sér og mér sýnist að þetta muni merjast,“ segir Svavar Pétur. Nú þegar hafa um fimmtíu öðlingar lagt í púkkið og er upphæðin komin upp í rúmar tvö þúsund evrur. Markmiðið er að safna 10 þúsund evrum. En það ber þó að taka það fram að þetta er ekki söfnun heldur fær fólk ýmislegt fyrir peninginn. Allt frá því að fá nafn sitt ritað á þakkartöflu í snakkverksmiðjunni upp í gistingu, tónleika með Prins Póló og Bulsuveislu, allt eftir því hversu háa uppæð fólk leggur til. Hann segir framkvæmdirnar ganga vel og er bjartsýnn á framhaldið. „Þetta gengur þrusu vel, það voru menn að setja niður nýja spennustöð til að geta keyrt snakkofninn og svo var verið að setja upp vaska.“ Markmiðið er að verkið verði klárt fyrir vorið. Þá á snakkverksmiðjan að vera komin á laggirnar, og á markað komið fyrsta flokks heilsusamlegt sveitasnakk úr gulrófum, undir merki Havarí.
Tengdar fréttir Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43 Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Svavar Pétur ætlar að gera Berufjörð að miklu menningarmusteri. Fyrsta skrefið er framleiðsla á íslensku sveitasnakki. Gistiheimili og hljóðver næst á dagskrá. 10. janúar 2015 08:30 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43
Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Svavar Pétur ætlar að gera Berufjörð að miklu menningarmusteri. Fyrsta skrefið er framleiðsla á íslensku sveitasnakki. Gistiheimili og hljóðver næst á dagskrá. 10. janúar 2015 08:30
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp