Peugeot-Citroën skilar loks hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2015 11:15 Carlos Tavares, forstjóri PSA/Peugeot-Citroën. Nú eru liðnir 12 mánuðir síðan franska bílafyrirtækinu PSA/ Peugeot-Citroën var bjargað frá gjaldþroti af franska ríkinu með hlutafjáraukningu og kaupum kínverska bílaframleiðandans Dongfeng á hlutabréfum í PSA. Síðan þá hefur hinsvegar margt jákvætt gerst í rekstri PSA/ Peugeot-Citroën og skilaði félagið til dæmis 1 milljarðs króna hagnaði á fyrri helmingi síðasta árs, en hagnaður hafði ekki sést af rekstri PSA síðan á fyrri helmingi árs 2011. Styttast fer í endanlegt uppgjör PSA fyrir síðast ár en spá BNP Paribas bankans er 17,7 milljarða króna hagnaður fyrir allt árið í fyrra.Mikill taprekstur 2013 og 2012 Það yrði mikil breyting frá rekstrinum árið 2013 er PSA/ Peugeot-Citroën tapaði 316 milljörðum króna og 865 milljarða króna tapi árið 2012. Það er því allt á réttri leið hjá PSA. Þessi jákvæða breyting í rekstri PSA er þökkuð vel heppnaðri áætlun forstjórans Carlos Tavares. Hann hefur meðal annars fækkað óarðbærum bílgerðum, minnkað stórvaxnar birgðir og lagað fjárflæði fyrirtæksins síðan hann tók við snemma á síðasta ári. Tavares hefur fækkað starfsfólki, lokað óarðbærum verksmiðjum og flutt höfuðstöðvar PSA úr rándýru húsnæði í miðborg Parísar. Auk þess hefur hann skerpt línurnar milli Peugeot og Citroën bíla PSA og búið til lúxusmerkið DS sem afsprengi Citroën bíla og náð að hækka verð bíla PSA. Einnig seldi Tavares scooter-létthjóladeild PSA, sem skilaði tapi í rekstri.Hættumerki Tavares hefur hinsvegar látið lítið fjármagn í þróun nýrra bíla PSA og því hafa sumir bent á að þar sjáist hættumerki fyrir framtíð PSA, en aðrir bílaframleiðendur hafi á meðan sett miklar fjárhæðir í þróun bíla sem eru á leiðinni á markað. Þeir hinir sömu hafa einnig bent á að þrátt fyrir að PSA hafi selt 2,9 milljónir bíla í fyrra sé fyrirtækið enn lítið í samanburði við mörg önnur bílafyrirtæki sem eru þrisvar sinnum stærri og í því felist hætta til framtíðar litið. Því þurfi PSA jafnvel að sameinast öðrum bílaframleiðanda. Á jákvæðu nótunum sé hinsvegar góður árangur PSA í Kína á síðast ári og 32% aukning í sölu. PSA náði að auka markaðshlutdeild sína í Kína úr 3,6% í 4,4% af heildarbílamarkaðnum og með því varð Kína stærsti bílamarkaður PSA og fór framúr sölu bíla í Evrópu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent
Nú eru liðnir 12 mánuðir síðan franska bílafyrirtækinu PSA/ Peugeot-Citroën var bjargað frá gjaldþroti af franska ríkinu með hlutafjáraukningu og kaupum kínverska bílaframleiðandans Dongfeng á hlutabréfum í PSA. Síðan þá hefur hinsvegar margt jákvætt gerst í rekstri PSA/ Peugeot-Citroën og skilaði félagið til dæmis 1 milljarðs króna hagnaði á fyrri helmingi síðasta árs, en hagnaður hafði ekki sést af rekstri PSA síðan á fyrri helmingi árs 2011. Styttast fer í endanlegt uppgjör PSA fyrir síðast ár en spá BNP Paribas bankans er 17,7 milljarða króna hagnaður fyrir allt árið í fyrra.Mikill taprekstur 2013 og 2012 Það yrði mikil breyting frá rekstrinum árið 2013 er PSA/ Peugeot-Citroën tapaði 316 milljörðum króna og 865 milljarða króna tapi árið 2012. Það er því allt á réttri leið hjá PSA. Þessi jákvæða breyting í rekstri PSA er þökkuð vel heppnaðri áætlun forstjórans Carlos Tavares. Hann hefur meðal annars fækkað óarðbærum bílgerðum, minnkað stórvaxnar birgðir og lagað fjárflæði fyrirtæksins síðan hann tók við snemma á síðasta ári. Tavares hefur fækkað starfsfólki, lokað óarðbærum verksmiðjum og flutt höfuðstöðvar PSA úr rándýru húsnæði í miðborg Parísar. Auk þess hefur hann skerpt línurnar milli Peugeot og Citroën bíla PSA og búið til lúxusmerkið DS sem afsprengi Citroën bíla og náð að hækka verð bíla PSA. Einnig seldi Tavares scooter-létthjóladeild PSA, sem skilaði tapi í rekstri.Hættumerki Tavares hefur hinsvegar látið lítið fjármagn í þróun nýrra bíla PSA og því hafa sumir bent á að þar sjáist hættumerki fyrir framtíð PSA, en aðrir bílaframleiðendur hafi á meðan sett miklar fjárhæðir í þróun bíla sem eru á leiðinni á markað. Þeir hinir sömu hafa einnig bent á að þrátt fyrir að PSA hafi selt 2,9 milljónir bíla í fyrra sé fyrirtækið enn lítið í samanburði við mörg önnur bílafyrirtæki sem eru þrisvar sinnum stærri og í því felist hætta til framtíðar litið. Því þurfi PSA jafnvel að sameinast öðrum bílaframleiðanda. Á jákvæðu nótunum sé hinsvegar góður árangur PSA í Kína á síðast ári og 32% aukning í sölu. PSA náði að auka markaðshlutdeild sína í Kína úr 3,6% í 4,4% af heildarbílamarkaðnum og með því varð Kína stærsti bílamarkaður PSA og fór framúr sölu bíla í Evrópu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent