Úr öllum takti við almenning Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, hefði fengið ríflega launahækkun á síðasta ári og laun hans væru nú 1,1 milljón hærri en þau voru þegar hann tók við starfi sínu árið 2011. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir eigendastefnu þess hafa breyst. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að grunnlaun forstjórans fylgdu úrskurðum kjararáðs um laun forstjóra Landsvirkjunar. Síðar hafi sú stefna verið tekin upp að laun stjórnenda OR standist samanburð við sambærileg laun. Orkuveita Reykjavíkur sætti illri meðferð stjórnmálamanna um áratugabil fyrir bankahrun. Eftir hrunið, þegar margt benti til þess að fyrirtækið stefndi í greiðsluþrot, voru fengnir fagmenn til að stýra því inn á rétta braut. Niðurstaðan varð aðgerðaáætlun sem var kölluð Planið til þess að sækja 50 milljarða króna á fimm ára tímabili. Í Planinu fólst meðal annars fækkun starfsfólks, lækkun launakostnaðar og annarra kostnaðarliða starfseminnar, sala á eignum sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi fyrirtækisins, tekjuaukning með hækkun gjaldskrár og víkjandi lán frá eigendum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð. Miklu meiri árangur hefur náðst í því að hagræða en stefnt var að. Árangurinn hefur verið svo sannfærandi að lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings gaf Orkuveitu Reykjavíkur einkunnina BB- með stöðugum horfum í febrúar. Í tilkynningu sem birtist á vef Orkuveitunnar sagði að Fitch Ratings teldi horfur stöðugar einkum í ljósi þess hversu vel Orkuveitunni gengur að fylgja Planinu eftir. Með þennan árangur sem liggur fyrir og þá einkunn sem lánshæfismatsfyrirtækið gefur Orkuveitunni er kannski skiljanlegt að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þyki rétt að forstjórinn og aðrir lykilstjórnendur njóti þess árangurs með hærri launum. Það er þó bersýnilegt að mikill dugur í forstjóra Orkuveitunnar og lykilstjórnendum var nauðsynleg forsenda en ekki nægjanleg til þess að bæta stöðu fyrirtækisins. Það þurftu fleiri að spila með þeim. Þegar starfsfólki fyrirtækisins tók að fækka hefur álag á annað starfsfólk vafalítið aukist. Eiga þeir starfsmenn sem eftir sátu þá ekki þátt í bættri stöðu fyrirtækisins, rétt eins og stjórnendurnir? Og fá þeir starfsmenn að njóta árangursins með hærri launum eins og lykilstjórnendur? Líklegast ekki, því þá færi árangurinn fyrir lítið. Við þetta bætist að hluti af aðgerðaáætluninni til að bæta rekstur Orkuveitunnar var að hækka gjöld Orkuveitunnar. Neytendur áttu því sinn þátt í að greiða úr þeirri flóknu stöðu sem Orkuveitan var komin í með því að verja hærra hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum í greiðslur fyrir afnot af vatni og rafmagni. Það má því segja að stjórnendur fyrirtækisins, starfsmenn og neytendur, sem einnig eru eigendur fyrirtækisins, hafi tekið höndum saman í því að bjarga fyrirtækinu frá greiðsluþrotinu sem það hefði getað lent í. Á tímum þegar mikil óvissa er uppi í íslensku atvinnulífi vegna lausra kjarasamninga er það þess vegna mikið áhyggjuefni að laun forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem er opinbert fyrirtæki, hækki um 79 prósent á sama tíma og laun almennt hækka um 24 prósent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, hefði fengið ríflega launahækkun á síðasta ári og laun hans væru nú 1,1 milljón hærri en þau voru þegar hann tók við starfi sínu árið 2011. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir eigendastefnu þess hafa breyst. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að grunnlaun forstjórans fylgdu úrskurðum kjararáðs um laun forstjóra Landsvirkjunar. Síðar hafi sú stefna verið tekin upp að laun stjórnenda OR standist samanburð við sambærileg laun. Orkuveita Reykjavíkur sætti illri meðferð stjórnmálamanna um áratugabil fyrir bankahrun. Eftir hrunið, þegar margt benti til þess að fyrirtækið stefndi í greiðsluþrot, voru fengnir fagmenn til að stýra því inn á rétta braut. Niðurstaðan varð aðgerðaáætlun sem var kölluð Planið til þess að sækja 50 milljarða króna á fimm ára tímabili. Í Planinu fólst meðal annars fækkun starfsfólks, lækkun launakostnaðar og annarra kostnaðarliða starfseminnar, sala á eignum sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi fyrirtækisins, tekjuaukning með hækkun gjaldskrár og víkjandi lán frá eigendum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð. Miklu meiri árangur hefur náðst í því að hagræða en stefnt var að. Árangurinn hefur verið svo sannfærandi að lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings gaf Orkuveitu Reykjavíkur einkunnina BB- með stöðugum horfum í febrúar. Í tilkynningu sem birtist á vef Orkuveitunnar sagði að Fitch Ratings teldi horfur stöðugar einkum í ljósi þess hversu vel Orkuveitunni gengur að fylgja Planinu eftir. Með þennan árangur sem liggur fyrir og þá einkunn sem lánshæfismatsfyrirtækið gefur Orkuveitunni er kannski skiljanlegt að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þyki rétt að forstjórinn og aðrir lykilstjórnendur njóti þess árangurs með hærri launum. Það er þó bersýnilegt að mikill dugur í forstjóra Orkuveitunnar og lykilstjórnendum var nauðsynleg forsenda en ekki nægjanleg til þess að bæta stöðu fyrirtækisins. Það þurftu fleiri að spila með þeim. Þegar starfsfólki fyrirtækisins tók að fækka hefur álag á annað starfsfólk vafalítið aukist. Eiga þeir starfsmenn sem eftir sátu þá ekki þátt í bættri stöðu fyrirtækisins, rétt eins og stjórnendurnir? Og fá þeir starfsmenn að njóta árangursins með hærri launum eins og lykilstjórnendur? Líklegast ekki, því þá færi árangurinn fyrir lítið. Við þetta bætist að hluti af aðgerðaáætluninni til að bæta rekstur Orkuveitunnar var að hækka gjöld Orkuveitunnar. Neytendur áttu því sinn þátt í að greiða úr þeirri flóknu stöðu sem Orkuveitan var komin í með því að verja hærra hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum í greiðslur fyrir afnot af vatni og rafmagni. Það má því segja að stjórnendur fyrirtækisins, starfsmenn og neytendur, sem einnig eru eigendur fyrirtækisins, hafi tekið höndum saman í því að bjarga fyrirtækinu frá greiðsluþrotinu sem það hefði getað lent í. Á tímum þegar mikil óvissa er uppi í íslensku atvinnulífi vegna lausra kjarasamninga er það þess vegna mikið áhyggjuefni að laun forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem er opinbert fyrirtæki, hækki um 79 prósent á sama tíma og laun almennt hækka um 24 prósent.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun