Lífið

„Það þýðir ekkert að væla, þið eruð ekki í Reykjavík“

Tinni Sveinsson skrifar
Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.



Þeir eru búnir að flakka víða um land og eru nú komnir á Austurland.

Ferðalagið austur gengur vel en þeir koma meðal annars við hjá Douglas Dakota-vélinni á Sólheimasandi. Þar hitta þeir hóp ferðamanna frá Bandaríkjunum og reyna að fá þá með sér í partí.

Brynjólfur lætur gamminn geysa en hnéskelin hrekkur úr lið þegar hann stekkur úr vélinni þannig að hann þarf að vera á hækjum allt ferðalagið. 

„Þetta kom reyndar ekki að sök. Helsta leynivopn Binna er nefninlega vélbyssukjafturinn á honum þannig að hann gat alveg skilað sínu þó hnéið væri í rúst,“ segir Davíð.

Ferðinni er síðan heitið til Eskifjarðar þar sem Sævar í Randolfshúsi tekur á móti þeim með staupi af Brennivíni. Strákarnir vita ekki alveg hvaðan á þá stendur veðrið þegar Sævar sýnir þeim hundrað ára gamlar vistarverur og segir að þar eigi þeir að gista um kvöldið. „Það þýðir ekkert að væla, þið eru ekki í Reykjavík,“ segir hann í gríni.

Strákarnir fara síðan í misheppnaða leit að hreindýrum, renna sér í Oddsskarði, og fá síðan fínasta bústað á Mjóeyri til að koma sér fyrir í. Þeir enda að sjálfsögðu þáttinn á því að rífa sig úr fötunum og fara í heita pottinn. Þetta þykir þeim ekki leiðinlegt, eins og áhorfendur Illa farnir eru eflaust farnir að átta sig á.

Þetta er þrettándi þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta



Tengdar fréttir

Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík

„Við ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð.

Velti sleðanum og fór úr axlarlið

Strákarnir í Illa farnir eru staddir á Sauðárkróki og skella sér á vélsleða. Það reyndar gengur ekki betur en svo að Davíð veltir sínum sleða og fer úr axlarlið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.