Snoop Dogg heldur partí í Laugardalshöll Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. apríl 2015 08:30 Snoop Dogg býður upp á alls kyns uppákomur í partíunum sínum. Rappgoðsögnin Snoop Dogg kemur hingað til lands í júlí og heldur partí í Laugardalshöll. Þetta staðfestir Vilhjálmur Sanne tónleikahaldari. Snoop Dogg hefur áður komið til landsins, en þá hélt hann tónleika. Nú er hann í öðrum erindagjörðum. Nú kemur rapparinn fram sem DJ Snoopadelic, en hann hefur ferðast um heiminn og haldið veislur víðs vegar. Snoop stýrir þá gleðskap í nokkra klukkutíma, leikur sína uppáhaldstónlist í bland við eigin lög sem hann rappar. „Við munum breyta Laugardalshöll í heljarinnar klúbb. Snoop mun stýra tæplega þriggja klukkustunda partíi. Hann mun stýra tónlistinni og rappa og verður með dansara með sér á sviðinu. Þetta verður heljarinnar veisla,“ útskýrir Vilhjálmur, en ásamt honum stendur Ragnar Thor Hilmarsson að komu rapparans hingað til lands en saman eiga þeir Nordic Events. Auk þeirra hefur Kristinn Bjarnason aðkomu að herlegheitunum. Þessar uppákomur Snoop Dogg hafa fengið góða dóma erlendis.Vísir/gettySjálfur segist Snoop hafa mikinn áhuga á því að vera plötusnúður og að hann leggi sig mikið fram við að finna ferska tónlist. „Ég er alltaf að brýna sverðið mitt,“ sagði hann í viðtali við tímaritið Vibe um hvort hann æfði sig mikið sem plötusnúður. Partíið verður haldið þann 17. júlí, þannig að það verður nákvæmlega áratugur frá síðustu heimsókn rapparans til landsins. Hann tróð upp í Egilshöll þann 17. júlí 2005 og mættu sjö þúsund manns. Snoop Dogg er einn þekktasti rappari heims. Hann kemur frá Long Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Plötur Snoop, sem er 44 ára gamall, hafa selst í yfir 30 milljónum eintaka um allan heim. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1992. Sú bar titilinn Doggystyle og skaut honum á stjörnuhimininn. Í maí kemur þrettánda breiðskífa kappans út. Hún kallast Bush og er unnin í samvinnu við hinn geysivinsæla Pharrell Williams. Forsala í partíið með Snoop Dogg hefst seinnipart mánudags. Almenn miðasala hefst fimmtudaginn 30. apríl. Til að eiga kost á að næla sér í miða í forsölu, er fólki bent á að skrá sig á Miðavaktina hjá Midi.is og fylgjast vel með Facebook síðum Nordic Events og Midi.is. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Rappgoðsögnin Snoop Dogg kemur hingað til lands í júlí og heldur partí í Laugardalshöll. Þetta staðfestir Vilhjálmur Sanne tónleikahaldari. Snoop Dogg hefur áður komið til landsins, en þá hélt hann tónleika. Nú er hann í öðrum erindagjörðum. Nú kemur rapparinn fram sem DJ Snoopadelic, en hann hefur ferðast um heiminn og haldið veislur víðs vegar. Snoop stýrir þá gleðskap í nokkra klukkutíma, leikur sína uppáhaldstónlist í bland við eigin lög sem hann rappar. „Við munum breyta Laugardalshöll í heljarinnar klúbb. Snoop mun stýra tæplega þriggja klukkustunda partíi. Hann mun stýra tónlistinni og rappa og verður með dansara með sér á sviðinu. Þetta verður heljarinnar veisla,“ útskýrir Vilhjálmur, en ásamt honum stendur Ragnar Thor Hilmarsson að komu rapparans hingað til lands en saman eiga þeir Nordic Events. Auk þeirra hefur Kristinn Bjarnason aðkomu að herlegheitunum. Þessar uppákomur Snoop Dogg hafa fengið góða dóma erlendis.Vísir/gettySjálfur segist Snoop hafa mikinn áhuga á því að vera plötusnúður og að hann leggi sig mikið fram við að finna ferska tónlist. „Ég er alltaf að brýna sverðið mitt,“ sagði hann í viðtali við tímaritið Vibe um hvort hann æfði sig mikið sem plötusnúður. Partíið verður haldið þann 17. júlí, þannig að það verður nákvæmlega áratugur frá síðustu heimsókn rapparans til landsins. Hann tróð upp í Egilshöll þann 17. júlí 2005 og mættu sjö þúsund manns. Snoop Dogg er einn þekktasti rappari heims. Hann kemur frá Long Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Plötur Snoop, sem er 44 ára gamall, hafa selst í yfir 30 milljónum eintaka um allan heim. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1992. Sú bar titilinn Doggystyle og skaut honum á stjörnuhimininn. Í maí kemur þrettánda breiðskífa kappans út. Hún kallast Bush og er unnin í samvinnu við hinn geysivinsæla Pharrell Williams. Forsala í partíið með Snoop Dogg hefst seinnipart mánudags. Almenn miðasala hefst fimmtudaginn 30. apríl. Til að eiga kost á að næla sér í miða í forsölu, er fólki bent á að skrá sig á Miðavaktina hjá Midi.is og fylgjast vel með Facebook síðum Nordic Events og Midi.is.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp