Hraðlest nær 600 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 10:22 Háhraðalest sem svífur á seglum setti nýtt hraðamet í Japan í vikunni. Aldrei hefur lest náð viðlíkum hraða áður, en hún fór á 603 km hraða við prófanir. Þessi lest mun tengja saman borgirnar Tókýó og Nagoya, en verður ekki tilbúin fyrr en árið 2027. Það tekur um 5 klukkutíma að aka á milli þessara borga á bíl, en lestin mun geta farið leiðina á 40 mínútum og vart væri hægt að komast á skemmri tíma í flugi. Þegar lestin hraðskreiða náði þessum ógnarhraða hélt hún honum í 10 sekúndur, en á þeim skamma tíma fór hún eina mílu, eða um 1,6 kílómetra. Í Kína er einnig að finna háhraðalestir sem svífa á seglum og þar í landi má finna hraðaskreiðustu lest heims sem er í fullri notkun. Hún nær 431 km hraða nálægt borginni Sjanghæ. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent
Háhraðalest sem svífur á seglum setti nýtt hraðamet í Japan í vikunni. Aldrei hefur lest náð viðlíkum hraða áður, en hún fór á 603 km hraða við prófanir. Þessi lest mun tengja saman borgirnar Tókýó og Nagoya, en verður ekki tilbúin fyrr en árið 2027. Það tekur um 5 klukkutíma að aka á milli þessara borga á bíl, en lestin mun geta farið leiðina á 40 mínútum og vart væri hægt að komast á skemmri tíma í flugi. Þegar lestin hraðskreiða náði þessum ógnarhraða hélt hún honum í 10 sekúndur, en á þeim skamma tíma fór hún eina mílu, eða um 1,6 kílómetra. Í Kína er einnig að finna háhraðalestir sem svífa á seglum og þar í landi má finna hraðaskreiðustu lest heims sem er í fullri notkun. Hún nær 431 km hraða nálægt borginni Sjanghæ.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent