Landshornalýðurinn Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. apríl 2015 07:00 Ég veit ekki á hverju ég átti von, en þegar ég kom auga á Ísland á landakorti í fjarska dróst ég að tvívíðri eftirmynd heimahaganna af fyrirsjáanlegu þjóðarstolti Íslendingsins sem staddur er í útlöndum. Þetta var á gyðingasafninu í Berlín. Landakortið reyndist gagnvirkt kort af heiminum. Ég greip um bendil sem gerði gestum kleift að beina ljósgeisla að hverju landi fyrir sig. Ég miðaði á Ísland. Ljósmynd af Reykjavík kringum 1940 birtist á kortinu. Mér hlýnaði um hjartarætur. En skyndilega lýstist Ísland upp, náhvítt. Að mér setti hroll. Nei, ekki hroll. Á sýningunni var rakin meðferð nasista á gyðingum í Þriðja ríki Hitlers. Allt vakti hroll. Þetta var eitthvað persónulegra en hrollur. Þetta var skömm.„Nýmóðins tveggja sentímetra belti“ Þann 8. maí árið 1938 birtist í Morgunblaðinu hversdagslegur listi yfir farþega sem siglt höfðu með Brúarfossi til útlanda tveimur dögum fyrr. Upptalningin er sakleysisleg: Hörður Gunnarsson, Unnur Magnúsdóttir, Rottberger og frú með tvö börn. En bak við eitt þessara andlitslausu nafna er hrollvekjandi saga. Rúmri viku fyrr hafði mátt lesa frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Útlendingum vísað úr landi“. Þar segir: „Lögreglan hefir vísað úr landi þýskum Gyðingi, Rotberger að nafni, og konu hans. Verður hann látinn fara með næstu ferð til útlanda.“ Blaðamaður bætir við: „Það verður að fagna því, að yfirvöldin skuli hafa tekið rögg á sig gagnvart þeim landshornalýð, sem flækst hefir hingað til lands í þeirri von, að ekkert eftirlit væri haft með dvöl þeirra, eins og tíðkast hefir í mörg ár. Vonandi sjá yfirvöldin til þess, að útlendingum verði sem minnst veitt hjer landvistarleyfi og að það fólk erlent, sem hjer er nú án landvistarleyfis, verði tafarlaust látið fara úr landi.“ Hans Rottberger var þrjátíu og tveggja ára Berlínarbúi. Hann hafði flúið hingað til lands árið 1935 eftir að hafa verið fangelsaður og pyntaður í heimalandi sínu fyrir að vera gyðingur. Kona hans, Olga, og kornung dóttir þeirra fylgdu í kjölfarið. Rottberger-hjónin hófu hér leðuriðju. Sé dagblöðum frá fyrirstríðsárum flett má gjarnan sjá látlausar auglýsingar frá Leðurvöruverkstæði Hans Rottberger sem býður til sölu „kventöskur með lás og rennilás, seðlaveski, buddur og nýmóðins tveggja sentímetra belti.“ En móttökur Íslendinga við þessum „landshornalýð“ voru óblíðar. Sagnfræðingurinn Þór Whitehead greinir frá í bók sinni Stríð fyrir ströndum hvernig íslensk stjórnvöld brugðust við fyrirspurnum, hjálparbeiðnum og neyðarköllum flóttafólks sem leitaði undankomuleiða undan ofsóknum Hitlers. Svar Íslendinga við slíku ákalli var yfirleitt: Nei. Í bók Þórs kemur fram að vorið 1938 hafi lögreglan bankað upp á hjá Rottberger-hjónunum. Hún lokaði leðurverkstæðinu. Hans, Olgu og börnum þeirra sem þá voru orðin tvö var komið fyrir á gistiheimili Hjálpræðishersins. Nokkrum dögum síðar var fjölskyldan rekin inn í lögreglubíl og hún flutt um borð í Brúarfoss.Smán íslenskrar þjóðar Þessi smán íslenskrar þjóðar blasti við mér á gyðingasafninu í Berlín. Í ljós kom að gagnvirka kortið veitti upplýsingar um hvernig móttökur gyðingar á flótta undan Hitler fengu í hverju landi fyrir sig. „Ísland: Átti til að senda gyðinga aftur til Þýskalands.“ Það varð Rottberger-hjónunum líklega til lífs að Brúarfoss kom við í Danmörku þar sem þeim tókst að fá hæli. Ljóst er hvernig saga þeirra hefði endað í Þýskalandi.Viljum við vera skúrkar eða hetjur? Talið er að áttahundruð flóttamenn hafi látist aðfaranótt sunnudags þegar fiskibátur sökk undan strönd Líbíu. 1.600 flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er ári að því er vitað er. Líklega eru þeir mun fleiri. Í október síðastliðnum var björgunaraðgerðum Ítala á Miðjarðarhafi sem gengu undir nafninu Mare Nostrum hætt. Kostnaðurinn þótti of mikill og voru ríki Evrópu ekki tilbúin til að taka þátt í að fjármagna markvissa leit að skipum eins og því sem sökk um síðastliðna helgi svo bjarga mætti flóttafólki. Jafnframt var talið að björgunaraðgerðir myndu einfaldlega hvetja fólk til að leggja upp í flóttaleiðangra. Má því segja að stefna Evrópu í ástandinu á Miðjarðarhafi hafi verið að leyfa fólki að drukkna öðrum til varnaðar. Ljós fordæmingar kastar nú helköldum bjarma á Ísland á gyðingasafninu í Berlín. Skömm þeirra landa sem ekki vildu hjálpa gyðingum í neyð mun seint gleymast. Við Íslendingar virðumst hins vegar ekki ætla að læra af sögunni. Maher-Alhappal, flóttamaður sem kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum, sagði frá því í viðtali fyrr í mánuðinum hvernig hann lifði af þegar bátur með fjörutíu manns innanborðs sökk á Miðjarðarhafinu. Hann var einn af sex sem lifðu slysið af. Útlendingastofnun hefur synjað Maher um dvalarleyfi. Dómur sögunnar liggur fyrir. Íslensk stjórnvöld sem ráku Rottberger-hjónin burt eru álitin skúrkar. Þeir sem hjálpuðu gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni eru hetjur. Að sama skapi munu komandi kynslóðir dæma okkur út frá viðbrögðum okkar við neyð þess fólks sem leggur nú líf sitt undir til að flýja stríð, ofsóknir og neyð. Hvort viljum við vera, skúrkar eða hetjur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Sif Sigmarsdóttir Tengdar fréttir Flóttamenn þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl til að fá löglega málsmeðferð Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir gagnrýnir málsmeðferð flóttamanna á Íslandi. 15. apríl 2015 16:26 SÞ hvetja til öflugri aðgerða Um 400 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu þegar bát hvolfdi. 16. apríl 2015 07:00 Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Um 400 flóttamenn taldir af á Miðjarðarhafi Báti hvolfdi við strendur Líbýu. 14. apríl 2015 22:43 Þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag 446 manns koma á land í Augusta á Sikiley og um 500 í Salerno. 22. apríl 2015 10:44 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Tugir flóttamanna fórust þegar gúmmíbátur sökk í Miðjarðarhafi Ítölsk yfirvöld hafa biðlað til Evrópusambandsins um aukna aðstoð. 16. apríl 2015 15:06 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég veit ekki á hverju ég átti von, en þegar ég kom auga á Ísland á landakorti í fjarska dróst ég að tvívíðri eftirmynd heimahaganna af fyrirsjáanlegu þjóðarstolti Íslendingsins sem staddur er í útlöndum. Þetta var á gyðingasafninu í Berlín. Landakortið reyndist gagnvirkt kort af heiminum. Ég greip um bendil sem gerði gestum kleift að beina ljósgeisla að hverju landi fyrir sig. Ég miðaði á Ísland. Ljósmynd af Reykjavík kringum 1940 birtist á kortinu. Mér hlýnaði um hjartarætur. En skyndilega lýstist Ísland upp, náhvítt. Að mér setti hroll. Nei, ekki hroll. Á sýningunni var rakin meðferð nasista á gyðingum í Þriðja ríki Hitlers. Allt vakti hroll. Þetta var eitthvað persónulegra en hrollur. Þetta var skömm.„Nýmóðins tveggja sentímetra belti“ Þann 8. maí árið 1938 birtist í Morgunblaðinu hversdagslegur listi yfir farþega sem siglt höfðu með Brúarfossi til útlanda tveimur dögum fyrr. Upptalningin er sakleysisleg: Hörður Gunnarsson, Unnur Magnúsdóttir, Rottberger og frú með tvö börn. En bak við eitt þessara andlitslausu nafna er hrollvekjandi saga. Rúmri viku fyrr hafði mátt lesa frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Útlendingum vísað úr landi“. Þar segir: „Lögreglan hefir vísað úr landi þýskum Gyðingi, Rotberger að nafni, og konu hans. Verður hann látinn fara með næstu ferð til útlanda.“ Blaðamaður bætir við: „Það verður að fagna því, að yfirvöldin skuli hafa tekið rögg á sig gagnvart þeim landshornalýð, sem flækst hefir hingað til lands í þeirri von, að ekkert eftirlit væri haft með dvöl þeirra, eins og tíðkast hefir í mörg ár. Vonandi sjá yfirvöldin til þess, að útlendingum verði sem minnst veitt hjer landvistarleyfi og að það fólk erlent, sem hjer er nú án landvistarleyfis, verði tafarlaust látið fara úr landi.“ Hans Rottberger var þrjátíu og tveggja ára Berlínarbúi. Hann hafði flúið hingað til lands árið 1935 eftir að hafa verið fangelsaður og pyntaður í heimalandi sínu fyrir að vera gyðingur. Kona hans, Olga, og kornung dóttir þeirra fylgdu í kjölfarið. Rottberger-hjónin hófu hér leðuriðju. Sé dagblöðum frá fyrirstríðsárum flett má gjarnan sjá látlausar auglýsingar frá Leðurvöruverkstæði Hans Rottberger sem býður til sölu „kventöskur með lás og rennilás, seðlaveski, buddur og nýmóðins tveggja sentímetra belti.“ En móttökur Íslendinga við þessum „landshornalýð“ voru óblíðar. Sagnfræðingurinn Þór Whitehead greinir frá í bók sinni Stríð fyrir ströndum hvernig íslensk stjórnvöld brugðust við fyrirspurnum, hjálparbeiðnum og neyðarköllum flóttafólks sem leitaði undankomuleiða undan ofsóknum Hitlers. Svar Íslendinga við slíku ákalli var yfirleitt: Nei. Í bók Þórs kemur fram að vorið 1938 hafi lögreglan bankað upp á hjá Rottberger-hjónunum. Hún lokaði leðurverkstæðinu. Hans, Olgu og börnum þeirra sem þá voru orðin tvö var komið fyrir á gistiheimili Hjálpræðishersins. Nokkrum dögum síðar var fjölskyldan rekin inn í lögreglubíl og hún flutt um borð í Brúarfoss.Smán íslenskrar þjóðar Þessi smán íslenskrar þjóðar blasti við mér á gyðingasafninu í Berlín. Í ljós kom að gagnvirka kortið veitti upplýsingar um hvernig móttökur gyðingar á flótta undan Hitler fengu í hverju landi fyrir sig. „Ísland: Átti til að senda gyðinga aftur til Þýskalands.“ Það varð Rottberger-hjónunum líklega til lífs að Brúarfoss kom við í Danmörku þar sem þeim tókst að fá hæli. Ljóst er hvernig saga þeirra hefði endað í Þýskalandi.Viljum við vera skúrkar eða hetjur? Talið er að áttahundruð flóttamenn hafi látist aðfaranótt sunnudags þegar fiskibátur sökk undan strönd Líbíu. 1.600 flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er ári að því er vitað er. Líklega eru þeir mun fleiri. Í október síðastliðnum var björgunaraðgerðum Ítala á Miðjarðarhafi sem gengu undir nafninu Mare Nostrum hætt. Kostnaðurinn þótti of mikill og voru ríki Evrópu ekki tilbúin til að taka þátt í að fjármagna markvissa leit að skipum eins og því sem sökk um síðastliðna helgi svo bjarga mætti flóttafólki. Jafnframt var talið að björgunaraðgerðir myndu einfaldlega hvetja fólk til að leggja upp í flóttaleiðangra. Má því segja að stefna Evrópu í ástandinu á Miðjarðarhafi hafi verið að leyfa fólki að drukkna öðrum til varnaðar. Ljós fordæmingar kastar nú helköldum bjarma á Ísland á gyðingasafninu í Berlín. Skömm þeirra landa sem ekki vildu hjálpa gyðingum í neyð mun seint gleymast. Við Íslendingar virðumst hins vegar ekki ætla að læra af sögunni. Maher-Alhappal, flóttamaður sem kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum, sagði frá því í viðtali fyrr í mánuðinum hvernig hann lifði af þegar bátur með fjörutíu manns innanborðs sökk á Miðjarðarhafinu. Hann var einn af sex sem lifðu slysið af. Útlendingastofnun hefur synjað Maher um dvalarleyfi. Dómur sögunnar liggur fyrir. Íslensk stjórnvöld sem ráku Rottberger-hjónin burt eru álitin skúrkar. Þeir sem hjálpuðu gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni eru hetjur. Að sama skapi munu komandi kynslóðir dæma okkur út frá viðbrögðum okkar við neyð þess fólks sem leggur nú líf sitt undir til að flýja stríð, ofsóknir og neyð. Hvort viljum við vera, skúrkar eða hetjur?
Flóttamenn þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl til að fá löglega málsmeðferð Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir gagnrýnir málsmeðferð flóttamanna á Íslandi. 15. apríl 2015 16:26
SÞ hvetja til öflugri aðgerða Um 400 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu þegar bát hvolfdi. 16. apríl 2015 07:00
Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45
Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03
Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag 446 manns koma á land í Augusta á Sikiley og um 500 í Salerno. 22. apríl 2015 10:44
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07
Tugir flóttamanna fórust þegar gúmmíbátur sökk í Miðjarðarhafi Ítölsk yfirvöld hafa biðlað til Evrópusambandsins um aukna aðstoð. 16. apríl 2015 15:06
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun