Zayn Malik hætti fyrr á árinu í srákasveitinni One Direction til þess að eyða meiri tíma með unnustu sinni.
Eftir að hann yfirgaf bandið hafa hviksögur gengið um að hann ætli að hefja sólóferil. Þetta reitti marga aðdáendur til reiði sem sögðu hann vera að svíkja gömlu félaga sína og án þeirra væri hann einskis virði.
Nú hefur plötufyrirtæki Simon Cowells sagt upp samningnum við Zayn. Hann var þó ekki lengi að finna nýtt útgáfufyrirtæki, en hann hefur nú skrifað undir hjá First Turn Artists. Nú er hann með sama útgefanda og stórstjörnurnar Ellie Golding, Ritu Ora og Iggy Azalea.
Zayn Malik sagt upp af Simon Cowell

Tengdar fréttir

50 Cent vill græða peninga með Zayn Malik
Rapparinn sagði í viðtali að hann teldi þá geta hagnast umtalsvert á samstarfi og Malik, sem hyggur nú á sólóferil eftir brotthvarf úr breska strákabandinu One Direction, þyrfti að vanda valið á samstarfsfélögum.

Vissi að hann ætlaði að hætta
Reyndi að telja Zayn Malik á að halda áfram með One Direction.

Og þá voru eftir fjórir
Ferill strákabanda breytist þegar einn yfirgefur hópinn.
