Annað að spila á móti þessum þjóðum en á Smáþjóðaleikunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2015 06:00 Helena Sverrisdóttir skoraði 1000. stigið sitt fyrir landsliðið um helgina. vísir/stefán Kvennalandsliðið í körfubolta fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir sterku liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Íslands síðan 2009 og sá fyrsti hjá konunum sem fer fram í Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá að spila í höllinni. Þar vilja allir körfuboltamenn fá að spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. Stelpurnar fengu að kynnast því á Smáþjóðaleikunum í fyrra en annars hefur landsliðið yfirleitt spilað í öðrum íþróttahúsum. Ísland hóf leik í undankeppninni á laugardag er liðið tapaði fyrir Ungverjalandi ytra, 72-50. Helena segir að liðið hafi rennt nokkuð blint í sjóinn enda langt síðan að íslenska landsliðið mætti svo sterkum andstæðingi. Síðustu ár hefur Ísland eingöngu spilað á Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni smáþjóða og á Norðurlandamótum.Flestar englar góðir Stelpurnar taka annað stökk upp á við í kvöld því Slóvakía er í hópi sterkustu þjóða Evrópu. „Slóvakar hafa staðið sig vel á stórmótum í gegnum tíðina og það hefur myndast mikill og góður kjarni í liðinu þeirra,“ segir Helena sem þekkir vel til liðsins eftir að hafa spilað með Good Angels í Slóvakíu. „Þjálfarar og leikmenn koma flestir úr Good Angels og því þekkjast allir mjög vel. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið,“ segir Helena sem hefur ýmist spilað með eða á móti öllum leikmönnum í slóvakíska landsliðinu. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Barbora Balintova sem var að hefja sinn feril þegar Helena var hjá Good Angels. „Þá var hún lillan sem var að byrja að spila með meistaraflokki en maður sér að hún er á hraðri uppleið. Ég sá hana spila í sumar og hún hefur til að mynda bætt skotin sín mikið.“Fann sjálfstraustið aukast Helena segir ljóst að það verði enginn auðveldur leikur í riðlinum en auk Ungverjalands og Slóvakíu er Portúgal í E-riðli undankeppninnar. Sigurvegari riðilsins fer örugglega áfram og liðið sem nær öðru sæti á einnig möguleika. En Helena segir að íslenska liðið sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta sinn leik. „Við vorum nokkuð hissa að við áttum ágætan séns gegn Ungverjum. Maður finnur að sjálfstraustið jókst eftir því sem leið á leikinn og liðið hafði meira hungur en maður þorði að vona. Við erum að þróa okkur áfram enda langt síðan við spiluðum gegn svo sterkum þjóðum en það er meiri hugur í okkur,“ segir Helena. „Það er mikill munur á því að spila gegn þjóðum sem spila reglulega á EM en þjóðum á Smáþjóðaleikunum. Ég hef fulla trú á því að ef við hittum á góðan skotdag og spilum grimma vörn þá eigum við að standa meira í þessum stóru liðum. Skotin geta breytt leikjum,“ bætir landsliðsfyrirliðinn við. Íslenski körfuboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Kvennalandsliðið í körfubolta fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir sterku liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Íslands síðan 2009 og sá fyrsti hjá konunum sem fer fram í Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá að spila í höllinni. Þar vilja allir körfuboltamenn fá að spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. Stelpurnar fengu að kynnast því á Smáþjóðaleikunum í fyrra en annars hefur landsliðið yfirleitt spilað í öðrum íþróttahúsum. Ísland hóf leik í undankeppninni á laugardag er liðið tapaði fyrir Ungverjalandi ytra, 72-50. Helena segir að liðið hafi rennt nokkuð blint í sjóinn enda langt síðan að íslenska landsliðið mætti svo sterkum andstæðingi. Síðustu ár hefur Ísland eingöngu spilað á Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni smáþjóða og á Norðurlandamótum.Flestar englar góðir Stelpurnar taka annað stökk upp á við í kvöld því Slóvakía er í hópi sterkustu þjóða Evrópu. „Slóvakar hafa staðið sig vel á stórmótum í gegnum tíðina og það hefur myndast mikill og góður kjarni í liðinu þeirra,“ segir Helena sem þekkir vel til liðsins eftir að hafa spilað með Good Angels í Slóvakíu. „Þjálfarar og leikmenn koma flestir úr Good Angels og því þekkjast allir mjög vel. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið,“ segir Helena sem hefur ýmist spilað með eða á móti öllum leikmönnum í slóvakíska landsliðinu. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Barbora Balintova sem var að hefja sinn feril þegar Helena var hjá Good Angels. „Þá var hún lillan sem var að byrja að spila með meistaraflokki en maður sér að hún er á hraðri uppleið. Ég sá hana spila í sumar og hún hefur til að mynda bætt skotin sín mikið.“Fann sjálfstraustið aukast Helena segir ljóst að það verði enginn auðveldur leikur í riðlinum en auk Ungverjalands og Slóvakíu er Portúgal í E-riðli undankeppninnar. Sigurvegari riðilsins fer örugglega áfram og liðið sem nær öðru sæti á einnig möguleika. En Helena segir að íslenska liðið sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta sinn leik. „Við vorum nokkuð hissa að við áttum ágætan séns gegn Ungverjum. Maður finnur að sjálfstraustið jókst eftir því sem leið á leikinn og liðið hafði meira hungur en maður þorði að vona. Við erum að þróa okkur áfram enda langt síðan við spiluðum gegn svo sterkum þjóðum en það er meiri hugur í okkur,“ segir Helena. „Það er mikill munur á því að spila gegn þjóðum sem spila reglulega á EM en þjóðum á Smáþjóðaleikunum. Ég hef fulla trú á því að ef við hittum á góðan skotdag og spilum grimma vörn þá eigum við að standa meira í þessum stóru liðum. Skotin geta breytt leikjum,“ bætir landsliðsfyrirliðinn við.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira