Tískan á Coachella 14. apríl 2015 10:00 Fjölbreytt og sumarlegt á Coachella. Á meðan það kyngdi niður jólasnjó á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi um helgina var sumarið svo sannarlega komið á Coachella-tónlistarhátíðinni í Los Angeles. Mörg hundruð þúsund manns voru samankomnir að hlusta á Drake, Madonnu, Lykke Li og FKA Twigs í sumarhitanum en það seldist upp á hátíðina í ár á tuttugu mínutum. Meðal gesta vpru fölmargar stjörnur, sem nýttu tækifæri og klæddu sig upp í sumarklæðani og sandölum. Rúskinn, síð pils með tveimur klaufum, nóg af fylgihlutum og hattar voru áberandi í götutískunni. Glamour skoðaði hvað bar hæst í tískunni á Coachella í ár. Systurnar Kendall og Kylie Jenner létu sig ekki vanta. Önnur í hnésíðum gallastuttbuxum og rúskinns-vesti en hin í hvítu frá toppi til táar. Leikkonan Kate Bosworth stígur sjaldan feilspor í klæðaburði - við erum sérstaklega hrifnar af stígvélunum hennar sem rokka þetta aðeins upp. Hippalegt hjá Gigi Hadid og Söruh Hyland. Katy Perry lét ekkert aftra sér í að klæðast síðkjól á tónlistarhátíðinni. Blátt og munstrað alla leið hjá Hilton systrum. Fyrirsætan Kendall Jenner lét ekki sjá sig í sömu fötunum dag eftir dag og hér er hún í síðu pilsi með tveimur klaufum við stuttan blúndutopp. Mest lesið Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Verstu trend 21.aldarinnar Glamour Sportleg sólgleraugu hjá Stellu Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Konur í smóking Glamour
Á meðan það kyngdi niður jólasnjó á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi um helgina var sumarið svo sannarlega komið á Coachella-tónlistarhátíðinni í Los Angeles. Mörg hundruð þúsund manns voru samankomnir að hlusta á Drake, Madonnu, Lykke Li og FKA Twigs í sumarhitanum en það seldist upp á hátíðina í ár á tuttugu mínutum. Meðal gesta vpru fölmargar stjörnur, sem nýttu tækifæri og klæddu sig upp í sumarklæðani og sandölum. Rúskinn, síð pils með tveimur klaufum, nóg af fylgihlutum og hattar voru áberandi í götutískunni. Glamour skoðaði hvað bar hæst í tískunni á Coachella í ár. Systurnar Kendall og Kylie Jenner létu sig ekki vanta. Önnur í hnésíðum gallastuttbuxum og rúskinns-vesti en hin í hvítu frá toppi til táar. Leikkonan Kate Bosworth stígur sjaldan feilspor í klæðaburði - við erum sérstaklega hrifnar af stígvélunum hennar sem rokka þetta aðeins upp. Hippalegt hjá Gigi Hadid og Söruh Hyland. Katy Perry lét ekkert aftra sér í að klæðast síðkjól á tónlistarhátíðinni. Blátt og munstrað alla leið hjá Hilton systrum. Fyrirsætan Kendall Jenner lét ekki sjá sig í sömu fötunum dag eftir dag og hér er hún í síðu pilsi með tveimur klaufum við stuttan blúndutopp.
Mest lesið Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Verstu trend 21.aldarinnar Glamour Sportleg sólgleraugu hjá Stellu Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Konur í smóking Glamour