Fimm bardagar eru á hinu svokallaða „Main Card“ sem eru aðalbardagarnir og seldir í Pay Per View.
Bardagi Gunnars og Maia er sá fjórði stærsti. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar sem var einnig í einum aðalbardaganna í Las Vegas síðasta sumar.
Áhugamenn um UFC hafa mikið velt fyrir sér upp á síðkastið hvort bardagi Gunnars yrði á meðal aðalbardaganna eða ekki og voru ekki allir bjartsýnir á að svo verði.
Tveir stærstu bardagar kvöldsins eru titilbardagar og aðalbardaginn er á milli Jose Aldo og æfingafélaga Gunnars, Conor McGregor.
Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport.
