Lífið

„Tröll sjást ekkert mikið i myrkri"

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tröll eru hugsanlega útdauð á Íslandi, þótt þau lifi ágætu lífi í þjóðsögum, Lundabúðum og í hugum leikskólabarna.

Samkvæmt þeim eru tröll í lélegum fötum, með um það bil tíu svört hár á höfði, haldin sjúklegri ljósfælni og borða aðallega börn, þar sem fullorðnir passa ekki í pokana sem tröllin hafa meðferðis.

Þetta er meðal þess sem fram kom í fjórða þætti Hindurvitna þegar rætt var við krakka af leikskólanum Víkinni, í Vestmannaeyjum, og Waldorfleikskólanum Sólstöfum, í Reykjavík. Þau höfðu sitthvað áhugavert um tröllin að segja.

Hindurvitni er nýr íslenskur fræðslu- og skemmtiþáttur um hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldum.


Tengdar fréttir

Lagarfljótsormurinn með stjörnustæla

Í síðasta þætti Hindurvitna var fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands.

Mikill erill hjá ættarfylgjum

Dagdraugar,útburðir, gangárar, haugbúar, ærsladraugar og ættarfylgjur voru meðal þeirra fyrirbæra sem fjallað var um í þriðja þætti Hindurvitna á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×