Lífið

Ertu á lausu? Til hamingju með daginn!

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessir einhleypu kínversku karlmenn fóru kviknaktir að synda í tilefni dagsins í fyrra. Þeir huldu þó sitt heilagasta á meðan ljósmyndari smellti af.
Þessir einhleypu kínversku karlmenn fóru kviknaktir að synda í tilefni dagsins í fyrra. Þeir huldu þó sitt heilagasta á meðan ljósmyndari smellti af. Vísir/Getty
Einhleypt fólk um víða veröld hefur ástæðu til að fagna í dag enda er Dagur einhleypra í dag (e. Singles Day). Dagurinn er haldinn hátíðlegur 11. nóvember í tilefni þess að talan 1 kemur upp fjórum sinnum í röð þegar dagsetningin er skrifuð í tölustöfum, þ.e. 11/11.

Dagurinn á rætur sínar að rekja til Kínverja en þar og víða annars staðar skipuleggja einhleypir partí eða hittast í karókí og láta reyna á hvort ástarguðinn Amor sé með boga sinn og örvar á lofti.

Sala í verslunum á netinu er aldrei meiri en þennan dag. Kínverski risinn Alibaba seldi varning fyrir 9,3 milljarða Bandaríkjadala þann 11. nóvember í fyrra eða um 1200 milljarða íslenskra króna. Salan tæplega tvöfaldaðist frá árinu 2013.

Hægagangur í kínversku efnahagslífi hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarna mánuði og verður fylgst grannt með gangi mála hversu mikil verslunin verður í ár. Íslenskar vefverslanir bjóða margar hverjar upp á afslátt í tilefni dagsins.

Að neðan má sjá umfjöllun um Dag einhleypra af vefsíðu Wall Street Journal.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×