Lífið

Liam Neeson í kvikmynd um Candy Crush

Samúel Karl Ólason skrifar
Liam Neeson í hlutverki herra Toffee.
Liam Neeson í hlutverki herra Toffee.
Framleiðendum hins gífurlega vinsæla leiks Candy Crush hefur ef til vill ekki dottið í hug að leikurinn gæti orðið að kvikmynd. Hins vegar tók Stephen Colbert sig til og fékk Liam Neeson með sér í lið til að gera atriði úr hugsanlegri Candy Crush mynd.

Atriðið var birt í spjallþætti Colbert, The Late Show, í gær. Tilefni grínsins er að tölvuleikjaframleiðandinn Activision keypti nýverið King Digital Entertainment, framleiðendur Candy Crush, á 5,9 milljarða dala.

Sjá einnig: Framleiðendur Candy Crush keyptir fyrir 750 milljarða

Þá tilkynnti Activision einnig nýverið að fyrirtækið ætlaði að stofna kvikmyndaver þar sem til stæði að gera kvikmyndir um vinsæla leiki fyrirtækisins eins og Call of Duty.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×