BMW gaf sigurvegara Moto GP BMW M6 Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2015 13:02 Marc Marques við sigurbílinn. worldcarfans Um síðustu helgi vann Marc Marquez Moto GP keppnisröðina í mótorhjólakstri og það í þriðja sinn. Marc fékk ekki bara verðlaunagrip fyrir sigurinn heldur gaf BMW honum einnig BMW M6 blæjubíl. Þetta er ekki fyrsti BMW-inn sem Marc eignast með því að vinna Moto GP mótaröðina, heldur sá þriðji. Fyrir á hann BMW M4 og BMW M6 Coupe bíla sem hann fékk gefins fyrir að vinna í hin tvö skiptin. Hann gæti því opnað álitlega BMW bílasölu með þessum flota, en líklega mun hann þó eiga bílana og nota til sinna daglegu þarfa, enda engir aumingjabílar þar á ferð. BMW M6 blæjubíllinn er 560 hestöfl sem fást úr 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Hann er 4,2 sekúndur í 100 km hraða og 12,6 sekúndur í 200. Bíllinn sem Marc fékk er með hvítum Merino leðursætum, en blár að utan í sérstökum Frozen Blue Metallic lit. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent
Um síðustu helgi vann Marc Marquez Moto GP keppnisröðina í mótorhjólakstri og það í þriðja sinn. Marc fékk ekki bara verðlaunagrip fyrir sigurinn heldur gaf BMW honum einnig BMW M6 blæjubíl. Þetta er ekki fyrsti BMW-inn sem Marc eignast með því að vinna Moto GP mótaröðina, heldur sá þriðji. Fyrir á hann BMW M4 og BMW M6 Coupe bíla sem hann fékk gefins fyrir að vinna í hin tvö skiptin. Hann gæti því opnað álitlega BMW bílasölu með þessum flota, en líklega mun hann þó eiga bílana og nota til sinna daglegu þarfa, enda engir aumingjabílar þar á ferð. BMW M6 blæjubíllinn er 560 hestöfl sem fást úr 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Hann er 4,2 sekúndur í 100 km hraða og 12,6 sekúndur í 200. Bíllinn sem Marc fékk er með hvítum Merino leðursætum, en blár að utan í sérstökum Frozen Blue Metallic lit.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent