ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 16:27 Úr flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm ISAVIA hyggst höfða mál til ógildingar úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála vegna þeirra gagna sem Kaffitár hefur óskað eftir varðandi forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hins vegar mun félagið afhenda Gleraugnamiðstöðinni gögn sem það óskaði eftir. „Ástæðan er að úrskurðurinn kveður á um að gögn með viðkvæmum fjárhagslegum upplýsingum skuli látin af hendi til Kaffitárs og því í ósamræmi við úrskurð nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Hvað Isavia varðar er mikilvægt að gæta trúnaðar um viðkvæm gögn þriðja aðila í forvalinu, enda eru umrædd gögn fyrst og fremst rekstrargögn þeirra aðila. Að öðru leyti hefur félagið ekki hagsmuni af því hvort gögnin eru afhent,“ segir í tilkynningu frá ISAVIA.Una við úrskurð hvað varðar Gleraugnamiðstöðina Í tilkynningunni er afstaða ISAVIA frekar útskýrð. Þar segir: „Í leiðréttum úrskurði Úrskurðarnefndar er Isavia gert að afhenda einkunnir og tilboðsgögn Miðbaugs ehf. (Optical Studio) að undanskildum þeim hluta gagnanna sem, að mati nefndarinnar, innihalda upplýsingar um viðkvæm fjárhagsleg málefni félagsins. Isavia hefur farið yfir niðurstöðuna með Miðbaugi ehf. og eru félögin sammála um að eins og úrskurðinum var breytt megi una við niðurstöðuna og verða Gleraugnamiðstöðinni afhent umrædd gögn á næstu dögum. Í máli Kaffitárs komst úrskurðarnefndin aftur á móti að þeirri niðurstöðu að fyrri úrskurður skuli standa. Sú niðurstaða er í ósamræmi við niðurstöðu nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar þar sem Isavia er í máli Kaffitárs gert að afhenda fjölda gagna sem innihalda samskonar upplýsingar og nefndin ákveður að séu undanþegnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Að höfðu samráði við þau fyrirtæki sem umrædd gögn varða hefur Isavia því ákveðið að höfða mál til ógildingar úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Isavia mun óska eftir flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum.“Nauðsyn að dómstólar skeri úr Vegna þessa meinta ósamræmis telur Isavia að nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvaða gögn teljist viðkvæm fjárhags- og viðskiptagögn í skilningi upplýsingalaga. „Þá telur félagið einnig mikilvægt að fá niðurstöðu í það hvernig túlka beri ákvæði upplýsingalaga gagnvart fyrirtæki í opinberri eigu sem ekki er stjórnvald. Úrskurðarnefnd útboðsmála hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi ekki verið opinbert útboð. Þær upplýsingar sem þátttakendur í forvalinu veittu eru alls eðlisólíkar og mun ítarlegri en þær upplýsingar sem bjóðendur í opinberum útboðum veita. Þannig fela upplýsingar sem veittar eru í opinberum útboðum, varðandi kaup á vörum og þjónustu, ekki í sér upplýsingar um langtímarekstur, tekjur, skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir líkt og þátttakendur þurftu að upplýsa um í forvalinu til að hægt væri að leggja mat á boð þeirra um veltutengda leigu. Þessar upplýsingar varða viðkvæma fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna en undantekningareglum upplýsingalaga er einmitt ætlað að vernda slíka hagsmuni,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
ISAVIA hyggst höfða mál til ógildingar úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála vegna þeirra gagna sem Kaffitár hefur óskað eftir varðandi forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hins vegar mun félagið afhenda Gleraugnamiðstöðinni gögn sem það óskaði eftir. „Ástæðan er að úrskurðurinn kveður á um að gögn með viðkvæmum fjárhagslegum upplýsingum skuli látin af hendi til Kaffitárs og því í ósamræmi við úrskurð nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Hvað Isavia varðar er mikilvægt að gæta trúnaðar um viðkvæm gögn þriðja aðila í forvalinu, enda eru umrædd gögn fyrst og fremst rekstrargögn þeirra aðila. Að öðru leyti hefur félagið ekki hagsmuni af því hvort gögnin eru afhent,“ segir í tilkynningu frá ISAVIA.Una við úrskurð hvað varðar Gleraugnamiðstöðina Í tilkynningunni er afstaða ISAVIA frekar útskýrð. Þar segir: „Í leiðréttum úrskurði Úrskurðarnefndar er Isavia gert að afhenda einkunnir og tilboðsgögn Miðbaugs ehf. (Optical Studio) að undanskildum þeim hluta gagnanna sem, að mati nefndarinnar, innihalda upplýsingar um viðkvæm fjárhagsleg málefni félagsins. Isavia hefur farið yfir niðurstöðuna með Miðbaugi ehf. og eru félögin sammála um að eins og úrskurðinum var breytt megi una við niðurstöðuna og verða Gleraugnamiðstöðinni afhent umrædd gögn á næstu dögum. Í máli Kaffitárs komst úrskurðarnefndin aftur á móti að þeirri niðurstöðu að fyrri úrskurður skuli standa. Sú niðurstaða er í ósamræmi við niðurstöðu nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar þar sem Isavia er í máli Kaffitárs gert að afhenda fjölda gagna sem innihalda samskonar upplýsingar og nefndin ákveður að séu undanþegnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Að höfðu samráði við þau fyrirtæki sem umrædd gögn varða hefur Isavia því ákveðið að höfða mál til ógildingar úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Isavia mun óska eftir flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum.“Nauðsyn að dómstólar skeri úr Vegna þessa meinta ósamræmis telur Isavia að nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvaða gögn teljist viðkvæm fjárhags- og viðskiptagögn í skilningi upplýsingalaga. „Þá telur félagið einnig mikilvægt að fá niðurstöðu í það hvernig túlka beri ákvæði upplýsingalaga gagnvart fyrirtæki í opinberri eigu sem ekki er stjórnvald. Úrskurðarnefnd útboðsmála hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi ekki verið opinbert útboð. Þær upplýsingar sem þátttakendur í forvalinu veittu eru alls eðlisólíkar og mun ítarlegri en þær upplýsingar sem bjóðendur í opinberum útboðum veita. Þannig fela upplýsingar sem veittar eru í opinberum útboðum, varðandi kaup á vörum og þjónustu, ekki í sér upplýsingar um langtímarekstur, tekjur, skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir líkt og þátttakendur þurftu að upplýsa um í forvalinu til að hægt væri að leggja mat á boð þeirra um veltutengda leigu. Þessar upplýsingar varða viðkvæma fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna en undantekningareglum upplýsingalaga er einmitt ætlað að vernda slíka hagsmuni,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53