Jörmundur Ingi 75 ára í dag Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 12:00 75 ára í góðu stuði vísir/Anton Brink Jörmundur Ingi Hansen fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hann var einn af stofnendum Reykjavíkurgoðorðsins árið 1965 og var allsherjargoði frá 1994 til 2002. Hann var rólegur þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var ekki með neitt skipulagt fyrir daginn. „Ég held upp á afmælið þegar ég verð 80 ára og ég hélt rækilega upp á það fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt að mér finnist þetta vera merkilegur áfangi.“ Upp á síðkastið hefur Jörmundur verið að berjast fyrir því að landnámsskálinn sem fannst við Lækjargötuna verði endurreistur. Málið er komið í nefnd hjá Reykjavíkurborg. „Það eru til teikningar af alveg eins skála í sömu stærð og það væri gaman fyrir fólk að sjá hvernig fólk lifði í gamla daga. Það væri hægt að reisa hann skammt frá því sem hann fannst. Hægt væri að halda þorrablót og aðrar veislur. Ég er búinn að tala við borgina og arkitekt svo að það er ekkert að vanbúnaði en svona mál geta verið lengi í nefnd hjá borginni,“ segir Jörmundur en það eina sem hann segir að sé eftir er að redda fjármagni. „Það væri fínasta afmælisgjöf að fá þetta í gegn sem fyrst.“ Reykjavíkurgoðorðið er ekki lengur hluti af Ásatrúarfélaginu og um þessar mundir hafa fylgjendur ekki húsnæði til þess að iðka trú sína í. „Ef húsið væri reist þá væri það upplagt fyrir okkur að fá að nota það. Við viljum alls ekki eiga það heldur hafa aðgang að því.“ Reykjavíkurgoðorðið mun ekki hafa aðgang að Hofinu sem verið er að reisa í Öskjuhlíð fyrir Ásatrúarfélagið. Félag Jörmundar er lítið og laust við alla pólitík. „Þetta er lítið og það er góður andi hjá okkur. Við erum tæplega þrjátíu manns og við erum ekkert að sækjast eftir fleiri meðlimum. Ef einhver hefur hins vegar áhuga á að ganga til liðs við okkur þá er það auðvitað velkomið.“ Eins og komið hefur fram þá var Jörmundur allsherjargoði Íslands í átta ár en það embætti felur ýmislegt í sér þó svo að hlutverkið hafi breyst töluvert frá landnámsöld. „Helsta hlutverk allsherjargoðans er að sjá til þess að tímatalið sé í lagi og standa fyrir höfuðblótum. Í gamla daga fóru allsherjargoðar með völd sem jafnast á við forseta í dag. Eftir löggildingu fengu þeir einnig vald til þess að jarða og gifta fólk, eins og prestar. Það er þannig séð það eina sem við gerum í dag en þetta var ekki hlutverk allsherjargoðanna í þá fornu daga.“ Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Jörmundur Ingi Hansen fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hann var einn af stofnendum Reykjavíkurgoðorðsins árið 1965 og var allsherjargoði frá 1994 til 2002. Hann var rólegur þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var ekki með neitt skipulagt fyrir daginn. „Ég held upp á afmælið þegar ég verð 80 ára og ég hélt rækilega upp á það fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt að mér finnist þetta vera merkilegur áfangi.“ Upp á síðkastið hefur Jörmundur verið að berjast fyrir því að landnámsskálinn sem fannst við Lækjargötuna verði endurreistur. Málið er komið í nefnd hjá Reykjavíkurborg. „Það eru til teikningar af alveg eins skála í sömu stærð og það væri gaman fyrir fólk að sjá hvernig fólk lifði í gamla daga. Það væri hægt að reisa hann skammt frá því sem hann fannst. Hægt væri að halda þorrablót og aðrar veislur. Ég er búinn að tala við borgina og arkitekt svo að það er ekkert að vanbúnaði en svona mál geta verið lengi í nefnd hjá borginni,“ segir Jörmundur en það eina sem hann segir að sé eftir er að redda fjármagni. „Það væri fínasta afmælisgjöf að fá þetta í gegn sem fyrst.“ Reykjavíkurgoðorðið er ekki lengur hluti af Ásatrúarfélaginu og um þessar mundir hafa fylgjendur ekki húsnæði til þess að iðka trú sína í. „Ef húsið væri reist þá væri það upplagt fyrir okkur að fá að nota það. Við viljum alls ekki eiga það heldur hafa aðgang að því.“ Reykjavíkurgoðorðið mun ekki hafa aðgang að Hofinu sem verið er að reisa í Öskjuhlíð fyrir Ásatrúarfélagið. Félag Jörmundar er lítið og laust við alla pólitík. „Þetta er lítið og það er góður andi hjá okkur. Við erum tæplega þrjátíu manns og við erum ekkert að sækjast eftir fleiri meðlimum. Ef einhver hefur hins vegar áhuga á að ganga til liðs við okkur þá er það auðvitað velkomið.“ Eins og komið hefur fram þá var Jörmundur allsherjargoði Íslands í átta ár en það embætti felur ýmislegt í sér þó svo að hlutverkið hafi breyst töluvert frá landnámsöld. „Helsta hlutverk allsherjargoðans er að sjá til þess að tímatalið sé í lagi og standa fyrir höfuðblótum. Í gamla daga fóru allsherjargoðar með völd sem jafnast á við forseta í dag. Eftir löggildingu fengu þeir einnig vald til þess að jarða og gifta fólk, eins og prestar. Það er þannig séð það eina sem við gerum í dag en þetta var ekki hlutverk allsherjargoðanna í þá fornu daga.“
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira