Sjónræn matarveisla á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2015 13:30 Myndin var tekin árið 2013 frá samskonar viðburði. vísir ,,Þetta er endurtekning á viðburði sem við stóðum fyrir árið 2013 og þótti heppnast alveg einstaklega vel,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, kynningarstjóri RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem munu standa fyrir sjónrænni matarveislu í samstarfi við Borg Restaurant laugardagskvöldið næstkomandi. ,,Þá sýndum við sjö íslenskar stuttmyndir í Gyllta salnum á Borg Restaurant og kokkarnir þar elduðu sérstakan rétt í anda hverrar myndar. Í ár erum við síðan með heimildarmyndina Foodies á dagskrá. Þetta er mynd sem fjallar um helstu matgæðinga og matargagnrýnendur í heimi sem ferðast um heiminn og snæða á bestu veitingastöðum heims. Þetta er fólk sem hreinlega lifir fyrir ekkert annað og eru jafnvel með hundruð þúsunda lesenda á dag og hafa oft örlög staðanna í hendi sér. Það var því alveg borðleggjandi að endurtaka leikinn með þessari mynd. Sælkeraveislu við myndina Sælkerar.” Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrick Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd sýninguna. ,,Þeim var boðið hérna í tilefni af sýningum á henni á RIFF og heyrðu af þessari sérsýningu og vildu þá endilega koma á þeim tíma sem hún yrði. Þau munu sitja fyrir svörum eftir sýninguna og gefa smá formála fyrir sýningu.” Kokkarnir á Borginni vinna nú að því að þróa matseðil í anda myndarinnar en ónefnd stuttmynd verður svo sýnd á undan heimildarmyndinni sem lystauki og munu kokkarnir útbúa forrétt við hana. ,,Salurinn verður þannig uppstilltur að hann nýtist bæði sem kvikmyndahús og veitingastaður.” Borðhaldið hefst klukkan 19.30 næstkomandi laugardagskvöld og fara borðapantanir fram hjá Borg Restaurant. Takmarkað miðaframboð er í boði og er miðaverð 7900. RIFF Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Sjá meira
,,Þetta er endurtekning á viðburði sem við stóðum fyrir árið 2013 og þótti heppnast alveg einstaklega vel,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, kynningarstjóri RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem munu standa fyrir sjónrænni matarveislu í samstarfi við Borg Restaurant laugardagskvöldið næstkomandi. ,,Þá sýndum við sjö íslenskar stuttmyndir í Gyllta salnum á Borg Restaurant og kokkarnir þar elduðu sérstakan rétt í anda hverrar myndar. Í ár erum við síðan með heimildarmyndina Foodies á dagskrá. Þetta er mynd sem fjallar um helstu matgæðinga og matargagnrýnendur í heimi sem ferðast um heiminn og snæða á bestu veitingastöðum heims. Þetta er fólk sem hreinlega lifir fyrir ekkert annað og eru jafnvel með hundruð þúsunda lesenda á dag og hafa oft örlög staðanna í hendi sér. Það var því alveg borðleggjandi að endurtaka leikinn með þessari mynd. Sælkeraveislu við myndina Sælkerar.” Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrick Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd sýninguna. ,,Þeim var boðið hérna í tilefni af sýningum á henni á RIFF og heyrðu af þessari sérsýningu og vildu þá endilega koma á þeim tíma sem hún yrði. Þau munu sitja fyrir svörum eftir sýninguna og gefa smá formála fyrir sýningu.” Kokkarnir á Borginni vinna nú að því að þróa matseðil í anda myndarinnar en ónefnd stuttmynd verður svo sýnd á undan heimildarmyndinni sem lystauki og munu kokkarnir útbúa forrétt við hana. ,,Salurinn verður þannig uppstilltur að hann nýtist bæði sem kvikmyndahús og veitingastaður.” Borðhaldið hefst klukkan 19.30 næstkomandi laugardagskvöld og fara borðapantanir fram hjá Borg Restaurant. Takmarkað miðaframboð er í boði og er miðaverð 7900.
RIFF Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Sjá meira