Bottas í stað Räikkonen hjá Ferrari? Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 14:58 Kvisast hefur út að Formúlu 1 lið Ferrari hyggist skipta út Kimi Räikkonen fyrir Valtteri Bottas, sem nú er hjá Williams liðinu. Räikkonen hefur ekki gengið sem best hjá Ferrari síðan hann var fenginn til liðsins. Þar á undan hafði Räikkonen gengið frábærlega hjá Lotus og hafði hann skilað liðinu þriðja og fimmta sæti ökumanna í Formúlu 1 tvö árin á undan. Räikkonen kláraði síðasta tímabil fyrir Ferrari í 12. sæti ökumanna, heilum 106 stigum á eftir liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Í ár hefur Räikkonen gengi mun skár og er í fjórða sæti ökumanna, en hefur samt aðeins einu sinni náð á pall á tímabilinu. Valtteri Bottas er finni eins og Räikkonen, en nokkru yngri að árum. Heyrst hefur að Ferrari hafi þegar gert Williams liðinu tilboð í Bottas en hann er samningsbundinn því líka á næsta ári. Því mun Ferrari örugglega þurfa að kaupa þann samning upp á fullu verði, ef þá á annað borð verður samið. Ferrari á víst að hafa nú þegar boðið 4,4 milljónir dollara í Bottas, en sömu sögur segja að Williams vilji fjórfalda þá upphæð. Ef Bottas fer til Ferrari er talið líklegt að Willimas geti hugsað sér að láta Nico Hulkenberg taka sæti hans. Það er semsagt ennþá „silly season“ í gangi í Formúlu 1 í ár. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent
Kvisast hefur út að Formúlu 1 lið Ferrari hyggist skipta út Kimi Räikkonen fyrir Valtteri Bottas, sem nú er hjá Williams liðinu. Räikkonen hefur ekki gengið sem best hjá Ferrari síðan hann var fenginn til liðsins. Þar á undan hafði Räikkonen gengið frábærlega hjá Lotus og hafði hann skilað liðinu þriðja og fimmta sæti ökumanna í Formúlu 1 tvö árin á undan. Räikkonen kláraði síðasta tímabil fyrir Ferrari í 12. sæti ökumanna, heilum 106 stigum á eftir liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Í ár hefur Räikkonen gengi mun skár og er í fjórða sæti ökumanna, en hefur samt aðeins einu sinni náð á pall á tímabilinu. Valtteri Bottas er finni eins og Räikkonen, en nokkru yngri að árum. Heyrst hefur að Ferrari hafi þegar gert Williams liðinu tilboð í Bottas en hann er samningsbundinn því líka á næsta ári. Því mun Ferrari örugglega þurfa að kaupa þann samning upp á fullu verði, ef þá á annað borð verður samið. Ferrari á víst að hafa nú þegar boðið 4,4 milljónir dollara í Bottas, en sömu sögur segja að Williams vilji fjórfalda þá upphæð. Ef Bottas fer til Ferrari er talið líklegt að Willimas geti hugsað sér að láta Nico Hulkenberg taka sæti hans. Það er semsagt ennþá „silly season“ í gangi í Formúlu 1 í ár.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent