Vælukjóar á þingi Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. júní 2015 07:00 Þolendur eineltis hugsuðu þingkonu Framsóknarflokksins þegjandi þörfina í vikunni þegar henni þótti tímans virði að kvarta undan því að helsti ráðamaður á þingi væri lagður í einelti af stjórnarandstöðunni. Ég veit ekki hvort er meira pirrandi; að gengisfella sisona hugtakið einelti á ábyrgðarlausan hátt eða að fólk sem fór sjálfviljugt í pólitík væli yfir starfsaðstæðum sínum. Þingkonan taldi að ítrekað væri verið að „fara í manninn en ekki boltann“. Það má vel vera. En í þessum aðfinnslum kristallast ákveðið þekkingarleysi á fulltrúalýðræði. Það eru fulltrúar sem eru kosnir til að fara áfram með mál og því sjálfsagt að gera athugasemdir við þá fulltrúa ef ástæða er til. Ef fulltrúarnir sjálfir eiga ekki að skipta máli gætum við alveg eins haft bara viðamiklar skoðanakannanir um öll landsins mál sem embættismenn fylgja svo eftir. Í fulltrúalýðræðinu er einnig sá fíni öryggisventill að allir bera pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum – og orðum. Ef það er mál manna að á þingi sé hrekkjusvín sem komi of illa og niðrandi fram við aðra þingmenn mun sú persóna að lokum þurfa að súpa seyðið af því gagnvart kjósendum. Við höfum vissulega séð groddalegri samskipti á Alþingi undanfarin misseri en oft áður. Það minnir kannski meira á breska þingið þar sem löng hefð er fyrir að púað sé á andstæðinginn undir ræðuhöldunum. Ég skal ekki segja hvort það sé til eftirbreytni. Eflaust er það svo sem bara hið hressasta mál innan skynsamlegra marka. Í öllu falli er aulalegt að væla undan því að allir séu ekki góðir og glaðir á eina vinnustað landsins sem hefur það hlutverk að takast á. Og það er ljótt að gera svo lítið úr alvöru einelti að setja pólitísk átök í það samhengi. Alþingi er ekki eineltisvinnustaður – meira bara svona eins og kennslustofa þar sem kennarinn fór fram í kaffi og kom aldrei aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Þolendur eineltis hugsuðu þingkonu Framsóknarflokksins þegjandi þörfina í vikunni þegar henni þótti tímans virði að kvarta undan því að helsti ráðamaður á þingi væri lagður í einelti af stjórnarandstöðunni. Ég veit ekki hvort er meira pirrandi; að gengisfella sisona hugtakið einelti á ábyrgðarlausan hátt eða að fólk sem fór sjálfviljugt í pólitík væli yfir starfsaðstæðum sínum. Þingkonan taldi að ítrekað væri verið að „fara í manninn en ekki boltann“. Það má vel vera. En í þessum aðfinnslum kristallast ákveðið þekkingarleysi á fulltrúalýðræði. Það eru fulltrúar sem eru kosnir til að fara áfram með mál og því sjálfsagt að gera athugasemdir við þá fulltrúa ef ástæða er til. Ef fulltrúarnir sjálfir eiga ekki að skipta máli gætum við alveg eins haft bara viðamiklar skoðanakannanir um öll landsins mál sem embættismenn fylgja svo eftir. Í fulltrúalýðræðinu er einnig sá fíni öryggisventill að allir bera pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum – og orðum. Ef það er mál manna að á þingi sé hrekkjusvín sem komi of illa og niðrandi fram við aðra þingmenn mun sú persóna að lokum þurfa að súpa seyðið af því gagnvart kjósendum. Við höfum vissulega séð groddalegri samskipti á Alþingi undanfarin misseri en oft áður. Það minnir kannski meira á breska þingið þar sem löng hefð er fyrir að púað sé á andstæðinginn undir ræðuhöldunum. Ég skal ekki segja hvort það sé til eftirbreytni. Eflaust er það svo sem bara hið hressasta mál innan skynsamlegra marka. Í öllu falli er aulalegt að væla undan því að allir séu ekki góðir og glaðir á eina vinnustað landsins sem hefur það hlutverk að takast á. Og það er ljótt að gera svo lítið úr alvöru einelti að setja pólitísk átök í það samhengi. Alþingi er ekki eineltisvinnustaður – meira bara svona eins og kennslustofa þar sem kennarinn fór fram í kaffi og kom aldrei aftur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun