Lífið

Frumsýning: Steinar sendir frá sér lagið Rhoads

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Steinar sendir frá sér nýtt lag í dag og langar til að gera tónlist fyrir sjálfan sig.
Steinar sendir frá sér nýtt lag í dag og langar til að gera tónlist fyrir sjálfan sig. mynd/Magnúsandersen
Tónlistamaðurinn Steinar frumsýnir hér á Vísi nýtt tónlistarmyndband við lagið Rhoads.

Steinar er nú að senda frá sér nýtt efni eftir langa bið en í laginu Rhoads má heyra algjörlega nýja hlið á honum.

Þetta er nýtt upphaf og má búast við meira efni á næstu mánuðum.

„Síðustu mánuði hef ég verið á fullu við lagasmíðar og ég er að vinna að verkefni núna sem skýrist betur síðar. Ég er ekki lengur hræddur við að prófa nýja hluti og finnst mér það sjást og heyrast í Rhoads. Mig langar að gera tonlist fyrir sjálfan mig en ekki fyrir útvarp sérstaklega.

„Það er langt síðan ég gaf eitthvað út og mér finnst rétti tíminn núna,“ segir Steinar.

Steinar sendi frá sér plötu árið 2013 sem hét Beginning en síðan þá hefur hann einnig gefið út tvær smáskífur. Smáskífurnar „Lie to Me“ og „Do It All Again“ gerðu það gott í útvarpinu hér heima en lagið „Rhoads“ er ólíkt öllu sem áður hefur heyrst frá Steinari.

Mikið var lagt í myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, en það voru bræðurnir Jakob Gabríel og Jónas Bragi Þórhallssynir í Iris sem leikstýrðu og framleiddu það.

Lagið er samið og sungið af Steinari og voru það strákarnir í Redd Lights sem stjórnuðu upptökum ásamt Steinari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×