Lífið

Hansi og Haukur fóru á kostum í spurningakeppni án þess að mæta til leiks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hansi og Haukur voru á ferð og flugi í september. Myndin af Hansa er frá Amsterdam Arena en myndin af Hauki í körfuboltahöllinni í Berlín.
Hansi og Haukur voru á ferð og flugi í september. Myndin af Hansa er frá Amsterdam Arena en myndin af Hauki í körfuboltahöllinni í Berlín.
Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli á Rás 2, efndi til stórskemmtilegrar spurningakeppni á milli kollega sinna á ríkismiðlinum. Um er að ræða íþróttafréttamenninan Hans Steinar Bjarnason og Hauk Harðarson.

Hansi og Haukur fóru á kostum í lýsingum sínum frá leikjum karlalandsliðs Íslands í körfubolta sem keppti í riðlakeppni EM í Berlín fyrr í mánuðinum. Lýstu því sem fyrir augu bar bæði í útvarpi og sjónvarpi. Áður en að Berlínarævintýrinu kom fluttu þeir fregnir og lýstu 1-0 sigurleik Íslands gegn Hollandi í undankeppni EM í knattspyrnu.

Keppnin er reyndar af ansi sérstökum toga því fátt virðist benda til þess að Hansi og Haukur hafi mætt til leiks. Svör þeirra við spurningum Dodda litla eru hins vegar ansi skemmtileg eins og heyra má í klippunni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×