Lífið

Eru hipstera-snúðarnir að valda skalla?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þobbi veit alveg hvað hann er að tala um.
Þobbi veit alveg hvað hann er að tala um. vísir
„Þetta gæti gerst ef maður lítur á dæmið til langs tíma, þetta gerist ekkert bara á stuttum tíma,“ segir Þobbi frá Reykjavík Hair í Morgunþættinum á FM957 í morgun.

Þar var rætt um það hvort vinsælu snúðarnir í hári karlmanna gæti jafnvel valdið skalla.

„Þegar hárið er kannski farið að þynnast á strákum eru þeir stundum að vinna með þessa snúða til að fela, ég held að það sé meira málið.“

Þobbi segir að þegar menn strekki snúðana of fast við hárið geti það aftur á móti haft áhrif.

„Strákarnir virðast hugsa minna hvernig þeir eru að setja upp þessa snúða heldur en stelpur."

Hann segir að nauðsynlegt sé að nota góðar hárteygjur og hugsa almennt vel um hárið. Hér að neðan má hlusta á umræðuna um málið frá því í morgun.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×