Er til flottari hurðaopnun en í Tesla Model X? Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2015 10:15 Nú þegar Tesla hefur kynnt nýjasta bíls sinn, Model X, með mögnuðum fiðrildahurðum sem vakið hafa tilhlíðilega athygli má velt því fyrir sér hvort einhver bílaframleiðandi hafi einhverntíma kynnt magnaðaðri opnun hurða í bíla sína. Árið 1993 sýndi Lincoln fyrirtækið í Bandaríkjunum þennan Lincoln Mark VIII bíl með hurðum sem féllu undir sílsa bílsins og tryggði eitt besta og aðgengilegasta inn- og útstig í bíl sem sögur fara af, bæði fyrir fram- og aftursætisfarþega. Lincoln hafði áhyggjur af því að stór hurð þessa bíls myndi skapa vandræði í þröngri borgarumferð. Lincoln fól sérlausnafyrirtækinu Joalto Design í Detroit að leysa þetta vandamál og Joalto sendi þessa pródótýpu til baka. Ford, eigandi Lincoln líkaði, þótt ótrúlegt megi virðast, ekki við þessa lausn og fyrirskipaði að þeim tveimur bílum sem breytt var á þennan hátt yrði eytt, sem og öllum sönnunargögnum um þá. Sem betur fer var það ekki gert og þessir bílar eru ennþá til. Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent
Nú þegar Tesla hefur kynnt nýjasta bíls sinn, Model X, með mögnuðum fiðrildahurðum sem vakið hafa tilhlíðilega athygli má velt því fyrir sér hvort einhver bílaframleiðandi hafi einhverntíma kynnt magnaðaðri opnun hurða í bíla sína. Árið 1993 sýndi Lincoln fyrirtækið í Bandaríkjunum þennan Lincoln Mark VIII bíl með hurðum sem féllu undir sílsa bílsins og tryggði eitt besta og aðgengilegasta inn- og útstig í bíl sem sögur fara af, bæði fyrir fram- og aftursætisfarþega. Lincoln hafði áhyggjur af því að stór hurð þessa bíls myndi skapa vandræði í þröngri borgarumferð. Lincoln fól sérlausnafyrirtækinu Joalto Design í Detroit að leysa þetta vandamál og Joalto sendi þessa pródótýpu til baka. Ford, eigandi Lincoln líkaði, þótt ótrúlegt megi virðast, ekki við þessa lausn og fyrirskipaði að þeim tveimur bílum sem breytt var á þennan hátt yrði eytt, sem og öllum sönnunargögnum um þá. Sem betur fer var það ekki gert og þessir bílar eru ennþá til.
Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent