Hótelherbergjum mun fjölga um helming Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 07:00 Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion, segir fjölgunina ævintýralega mikla. Fréttablaðið/GVA Áætlað er að hótelherbergjum í Reykjavík verði fjölgað um 1.700 fram til 2018/2019. Stærstu framkvæmdirnar verða við Marriot hótelið við Hörpu og hótel sem áformað er að reisa í Hlíðarenda. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur í ferðaþjónustu í gær. Ef úr rætist mun hótelherbergjum í Reykjavík þá fjölga um 50 prósent, eða helming, frá því sem nú er. Í máli Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, sérfræðings hjá greiningardeild, kom fram að fjölgun hótelherbergja hefur verið um 21 prósent frá árinu 2009 en fjölgun ferðamanna á sama tíma verið 109 prósent. Á sama tíma hafi nýting hótelherbergja farið úr 58 prósentum í 84 prósent. Árstíðasveiflan hefur haldið áfram að minnka. Anna Hrefna sagði að þrátt fyrir að framboð væri að aukast þá væri nýtingin nú orðin þannig að ekki væri hægt að koma fleiri ferðamönnum fyrir á hótelum á höfuðborgarsvæðinu á ákveðnum tímum ársins. „Við vorum með bestu nýtingu í Evrópu í fyrra. Árið 2013 vorum við í fimmta sæti með 77 prósent nýtingu en árið 2014 vorum við með 84 prósent nýtingu, sem er betra en í London og París. Mér skilst að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að ná betri nýtingu,“ sagði Anna Hrefna. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári og fjöldinn verði kominn upp í tæplega tvær milljónir 2018. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega fjölgunin verði mest utan sumarmánaðanna. „En við vekjum athygli á því hve stór óvissuþátturinn er hér. Það eru engar augljósar skýringar á því af hverju ferðamenn eru að koma hingað. En samt fer þetta ágætlega saman við áætlanir innlendu flugfélaganna,“ sagði Anna Hrefna. Áætlað er að fjölgun ferðamanna í ár sé um 27 prósent frá fyrra ári. „Það er mesti vöxtur sem hefur verið frá því að ferðamannastraumurinn byrjaði. Það var enginn sem var búinn að spá þessu. Þetta er eiginlega ævintýralegt,“ sagði Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni. Hann segir að þótt árstíðasveiflan fari minnkandi, þá sé hún enn mikil. Langflestir komi yfir sumarmánuðina. Jöfnun á sveiflum myndi auka framleiðni og hækka laun. „Ef við myndum ná að draga úr þessari sveiflu væri hægt að auka framleiðni og bæta afkomu,“ sagði Konráð. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Áætlað er að hótelherbergjum í Reykjavík verði fjölgað um 1.700 fram til 2018/2019. Stærstu framkvæmdirnar verða við Marriot hótelið við Hörpu og hótel sem áformað er að reisa í Hlíðarenda. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur í ferðaþjónustu í gær. Ef úr rætist mun hótelherbergjum í Reykjavík þá fjölga um 50 prósent, eða helming, frá því sem nú er. Í máli Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, sérfræðings hjá greiningardeild, kom fram að fjölgun hótelherbergja hefur verið um 21 prósent frá árinu 2009 en fjölgun ferðamanna á sama tíma verið 109 prósent. Á sama tíma hafi nýting hótelherbergja farið úr 58 prósentum í 84 prósent. Árstíðasveiflan hefur haldið áfram að minnka. Anna Hrefna sagði að þrátt fyrir að framboð væri að aukast þá væri nýtingin nú orðin þannig að ekki væri hægt að koma fleiri ferðamönnum fyrir á hótelum á höfuðborgarsvæðinu á ákveðnum tímum ársins. „Við vorum með bestu nýtingu í Evrópu í fyrra. Árið 2013 vorum við í fimmta sæti með 77 prósent nýtingu en árið 2014 vorum við með 84 prósent nýtingu, sem er betra en í London og París. Mér skilst að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að ná betri nýtingu,“ sagði Anna Hrefna. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári og fjöldinn verði kominn upp í tæplega tvær milljónir 2018. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega fjölgunin verði mest utan sumarmánaðanna. „En við vekjum athygli á því hve stór óvissuþátturinn er hér. Það eru engar augljósar skýringar á því af hverju ferðamenn eru að koma hingað. En samt fer þetta ágætlega saman við áætlanir innlendu flugfélaganna,“ sagði Anna Hrefna. Áætlað er að fjölgun ferðamanna í ár sé um 27 prósent frá fyrra ári. „Það er mesti vöxtur sem hefur verið frá því að ferðamannastraumurinn byrjaði. Það var enginn sem var búinn að spá þessu. Þetta er eiginlega ævintýralegt,“ sagði Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni. Hann segir að þótt árstíðasveiflan fari minnkandi, þá sé hún enn mikil. Langflestir komi yfir sumarmánuðina. Jöfnun á sveiflum myndi auka framleiðni og hækka laun. „Ef við myndum ná að draga úr þessari sveiflu væri hægt að auka framleiðni og bæta afkomu,“ sagði Konráð.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira