Arnar Freyr Jónsson, körfuboltamaður úr Keflavík, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en þetta staðfesti Arnar Freyr við körfuboltavefsíðuna Karfan.is í gærkvöldi.
Arnar spilaði í fimmtán tímabil í efstu deild, en hann lék með Keflavík og Grindavík á Íslandi. Hann hélt svo til Danmerkur þar sem hann spilaði meðal annars með Aabyhoj og BC Aarhus.
Þessi öflugi leikmaður vann fjóra Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistara, en hann á að baki 26 landsleiki fyrir A-landsliðið.
Keflavík datt í gær út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Keflavík komst í kjörstöðu í einvíginu. Þeir unnu tvo fyrstu leikina, en töpuðu svo þremur í röð og eru því úr leik.
Hann sendi körfunni bréf í gær, en allt bréfið í heild sinni má sjá hér.
Fjórfaldur Íslandsmeistari leggur skóna á hilluna
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin
Íslenski boltinn

„Svona er úrslitakeppnin“
Handbolti


„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“
Körfubolti

Dramatík í Manchester
Enski boltinn


Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn

