Er kúlumótorinn framtíðin? Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 11:40 Kúlumótorinn er bæði léttur og lítill. Gizmag Þó svo þróun bensínmótorsins í bíla hafi tekið stórvægileg stökk á undanförnum árum hefur grunngerð hans ekki mikið breyst frá upphafi. Þýskur verkfræðingur hefur þó unnið að nýrri gerð bensínvélar, svokölluðum kúlumótor sem lofar góðu og byggir á gerbreyttri hönnun. Þessi smávaxni mótor er aðeins með 1,18 líra sprengirými og samanstendur aðeins af 62 íhlutum í samaburði við að meðaltali 240 íhlutum í hefðbundinni bensínvél nútímans. Auk þess er vélin aðeins 62 kíló og því miklu léttari en flestar bensínvélar. Afköst þessa kúlumótors er 100 hestöfl og 290 Nm tog við 3.000 snúninga á mínútu. Hönnuður hans, Dr. Hüttlin býst við því að frekar þróun kúlumótorsins muni tryggja 40% betri afköst hans með minna viðnámi og þess lægri eyðslu hans. Hüttlin býst við því að hafið verði samstarf við einn eða fleiri bílaframleiðanda á næsta ári við prófanir á þessari nýju uppfinningu hans. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent
Þó svo þróun bensínmótorsins í bíla hafi tekið stórvægileg stökk á undanförnum árum hefur grunngerð hans ekki mikið breyst frá upphafi. Þýskur verkfræðingur hefur þó unnið að nýrri gerð bensínvélar, svokölluðum kúlumótor sem lofar góðu og byggir á gerbreyttri hönnun. Þessi smávaxni mótor er aðeins með 1,18 líra sprengirými og samanstendur aðeins af 62 íhlutum í samaburði við að meðaltali 240 íhlutum í hefðbundinni bensínvél nútímans. Auk þess er vélin aðeins 62 kíló og því miklu léttari en flestar bensínvélar. Afköst þessa kúlumótors er 100 hestöfl og 290 Nm tog við 3.000 snúninga á mínútu. Hönnuður hans, Dr. Hüttlin býst við því að frekar þróun kúlumótorsins muni tryggja 40% betri afköst hans með minna viðnámi og þess lægri eyðslu hans. Hüttlin býst við því að hafið verði samstarf við einn eða fleiri bílaframleiðanda á næsta ári við prófanir á þessari nýju uppfinningu hans.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent