Volvo rafvæðir allar bílgerðir Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 11:06 Brátt verða allar bílgerðir Volvo í boði sem tvinnbílar. Autoblog Brátt verða allar bílgerðir sem Volvo framleiðir í boði sem tvinnbílar sem stinga má í heimilisrafmagn (Plug-In-Hybrid). Ennfremur ætlar Volvo að koma með bíl á markað árið 2019 sem aðeins er drifinn áfram af rafmagni. Þeim fer því ört fjölgandi bílaframleiðendunum sem munu bjóða rafmagnsbíla. Nýjasti bíll Volvo, XC90 jeppinn verður einmitt í boði sem tvinnbíll, með 400 hestafla drifrás sem bæði styðst við 2,0 lítra bensínvél og rafmótora og uppgefin eyðsla hans er aðeins 2 lítrar. Sú útgáfa hans kemur á markað á næsta ári og Brimborg hefur þegar tryggt sér 35 slíka bíla og flestir eru þeir þegar seldir. Næsti nýi bíll Volvo, S90 fólksbíllinn verður einmitt með sömu drifrás, en aðrar bílgerðir Volvo fylgja svo í kjölfarið. Volvo menn eru sannfærðir um það að árið 2020 munu að minnsta kosti 10% seldra Volvo bíla vera með rafmagnsdrifrás, þ.e. annaðhvort tvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Brátt verða allar bílgerðir sem Volvo framleiðir í boði sem tvinnbílar sem stinga má í heimilisrafmagn (Plug-In-Hybrid). Ennfremur ætlar Volvo að koma með bíl á markað árið 2019 sem aðeins er drifinn áfram af rafmagni. Þeim fer því ört fjölgandi bílaframleiðendunum sem munu bjóða rafmagnsbíla. Nýjasti bíll Volvo, XC90 jeppinn verður einmitt í boði sem tvinnbíll, með 400 hestafla drifrás sem bæði styðst við 2,0 lítra bensínvél og rafmótora og uppgefin eyðsla hans er aðeins 2 lítrar. Sú útgáfa hans kemur á markað á næsta ári og Brimborg hefur þegar tryggt sér 35 slíka bíla og flestir eru þeir þegar seldir. Næsti nýi bíll Volvo, S90 fólksbíllinn verður einmitt með sömu drifrás, en aðrar bílgerðir Volvo fylgja svo í kjölfarið. Volvo menn eru sannfærðir um það að árið 2020 munu að minnsta kosti 10% seldra Volvo bíla vera með rafmagnsdrifrás, þ.e. annaðhvort tvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent