Bílasala í Evrópu jókst um 10% í september Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 14:00 Sala nýrra bíla nam 1,39 milljón í september í Evrópu. Econews Vel gengur að selja nýja bíla í Evrópu um þessar mundir og sala bíla þar jókst um 9,8% í síðasta mánuði og meðal þeirra bílaframleiðenda var Volkswagen, sem í mánuðinum glímdi við dísilvélavandræði sín. Sala Volkswagen bíla jókst í takt við aðra, eða um 8,3%, en vöxturinn var 10% hjá bæði Audi og Skoda sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Sala bíla Porsche jókst hinsvegar stórvægilega, eða um 51%, en Porsche tilheyrir einnig Volkswagen. Í mörgum löndum álfunnar er mikill hvati að skipta út gömlum bílum fyrir nýja þar sem kaupendum er greitt fyrir að skipta eyðslufrekum og gömlum bílum út fyrir nýja. Sala bíla í Evrópu nam 1,39 milljónum bíla í september. Af einstökum bílaframleiðendum jókst sala Jeep bíla mest, eða um 133% og hjá Fiat, eiganda Jeep og Chysler jókst salan um 16%. Sala BMW jókst um 17%, en 30% hjá undirmerkinu Mini. Sala Mercedes Benz jókst um 19%, en undirmerkisins Smart um heil 131%. Af einstökum löndum álfunnar var mest aukning á Spáni, eða um 23% og á Ítalíu var um 17% vöxt að ræða. Það er til marks um aukna sölu í áfunni að undanförnu að september var 25. mánuðurinn í röð þar sem bílasala í Evrópu vex frá fyrra ári. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Vel gengur að selja nýja bíla í Evrópu um þessar mundir og sala bíla þar jókst um 9,8% í síðasta mánuði og meðal þeirra bílaframleiðenda var Volkswagen, sem í mánuðinum glímdi við dísilvélavandræði sín. Sala Volkswagen bíla jókst í takt við aðra, eða um 8,3%, en vöxturinn var 10% hjá bæði Audi og Skoda sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Sala bíla Porsche jókst hinsvegar stórvægilega, eða um 51%, en Porsche tilheyrir einnig Volkswagen. Í mörgum löndum álfunnar er mikill hvati að skipta út gömlum bílum fyrir nýja þar sem kaupendum er greitt fyrir að skipta eyðslufrekum og gömlum bílum út fyrir nýja. Sala bíla í Evrópu nam 1,39 milljónum bíla í september. Af einstökum bílaframleiðendum jókst sala Jeep bíla mest, eða um 133% og hjá Fiat, eiganda Jeep og Chysler jókst salan um 16%. Sala BMW jókst um 17%, en 30% hjá undirmerkinu Mini. Sala Mercedes Benz jókst um 19%, en undirmerkisins Smart um heil 131%. Af einstökum löndum álfunnar var mest aukning á Spáni, eða um 23% og á Ítalíu var um 17% vöxt að ræða. Það er til marks um aukna sölu í áfunni að undanförnu að september var 25. mánuðurinn í röð þar sem bílasala í Evrópu vex frá fyrra ári.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent