Subway-bræði(ngur) Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 08:00 Þegar ég fer út að borða þá gæti ég þess að þjónninn endi á að taka niður mína pöntun. Af því að ég á svo ógurlega erfitt með að ákveða mig. Á meðan hann tekur niður pantanir hinna finn ég kvíðann byggjast upp og andartakið þegar hann lítur í áttina til mín með spyrjandi augum hættir hjartað að slá í eitt augnablik. Ég horfi með klikkuðu augnaráði á hann og segi bara eitthvað. Bara eitthvað! Fyrir svo valkvíðna konu er það ákveðin áskorun að panta subway. En ég fann mína leið til að lifa með því. Ég hef sem sagt fengið mér nákvæmlega eins subway í fimmtán ár. Ég var bara orðin nokkuð roggin með mig þar sem ég stóð við búðarborðið eins og menntskælingur að rúlla upp hraðaspurningum í Gettu betur. Slagkraftur í taktinum. Hrynjandin fögur. Svörin botnuðu spurningarnar fullkomlega. Það var mér því ákveðið áfall að panta fjóra báta fyrir alla fjölskylduna um daginn. Tvær stúlkur afgreiddu mig í einu, hvor með tvo báta. Þær voru þrautþjálfaðar, ekki minnsta hik og hver einasta hreyfing fullkomin. Tímasetningarnar óaðfinnanlegar. Ég hélt takti í brauðinu en strax í hita eða rista kom ótti í augun og hjartað fór að slá hraðar. Þær náðu forskoti – voru bæði hraðari og með betri yfirsýn. Yfirvegaðar maskínur. Þegar kom að grænmetinu fann ég magann herpast og hver spurning var eins og skothríð. Sjálfstraustið var farið. Ég horfði tómum augum á þær og sá aðeins varirnar hreyfast. „Allt ferskt,“ gargaði ég á línuna þótt börnin borði eingöngu gúrku. Í sósunum var ég komin í vörn. Mér fannst ráðist að mér. Ég varð reið, taugarnar krulluðust og ég var vandræðalega dónaleg. Í salti og pipar baðst ég vægðar og veifaði kreditkortinu eins og friðarfána. Ég gefst upp. Ég gefst upp! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun
Þegar ég fer út að borða þá gæti ég þess að þjónninn endi á að taka niður mína pöntun. Af því að ég á svo ógurlega erfitt með að ákveða mig. Á meðan hann tekur niður pantanir hinna finn ég kvíðann byggjast upp og andartakið þegar hann lítur í áttina til mín með spyrjandi augum hættir hjartað að slá í eitt augnablik. Ég horfi með klikkuðu augnaráði á hann og segi bara eitthvað. Bara eitthvað! Fyrir svo valkvíðna konu er það ákveðin áskorun að panta subway. En ég fann mína leið til að lifa með því. Ég hef sem sagt fengið mér nákvæmlega eins subway í fimmtán ár. Ég var bara orðin nokkuð roggin með mig þar sem ég stóð við búðarborðið eins og menntskælingur að rúlla upp hraðaspurningum í Gettu betur. Slagkraftur í taktinum. Hrynjandin fögur. Svörin botnuðu spurningarnar fullkomlega. Það var mér því ákveðið áfall að panta fjóra báta fyrir alla fjölskylduna um daginn. Tvær stúlkur afgreiddu mig í einu, hvor með tvo báta. Þær voru þrautþjálfaðar, ekki minnsta hik og hver einasta hreyfing fullkomin. Tímasetningarnar óaðfinnanlegar. Ég hélt takti í brauðinu en strax í hita eða rista kom ótti í augun og hjartað fór að slá hraðar. Þær náðu forskoti – voru bæði hraðari og með betri yfirsýn. Yfirvegaðar maskínur. Þegar kom að grænmetinu fann ég magann herpast og hver spurning var eins og skothríð. Sjálfstraustið var farið. Ég horfði tómum augum á þær og sá aðeins varirnar hreyfast. „Allt ferskt,“ gargaði ég á línuna þótt börnin borði eingöngu gúrku. Í sósunum var ég komin í vörn. Mér fannst ráðist að mér. Ég varð reið, taugarnar krulluðust og ég var vandræðalega dónaleg. Í salti og pipar baðst ég vægðar og veifaði kreditkortinu eins og friðarfána. Ég gefst upp. Ég gefst upp!
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun