Lífið

Charlie Sheen sagður smitaður af HIV

Bjarki Ármannsson skrifar
Búist er við því að leikarinn greini frá vandanum í sjónvarpsviðtali í fyrramálið.
Búist er við því að leikarinn greini frá vandanum í sjónvarpsviðtali í fyrramálið. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Charlie Sheen mun greina frá því í sjónvarpsviðtali í fyrramálið að hann sé HIV-smitaður. Frá þessu greina fjölmargir miðlar vestanhafs nú í kvöld.

Sheen er þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Two and a half men og kvikmyndum á borð við Wall Street og Platoon en einnig fyrir langa baráttu við fíkniefni. Hann hefur jafnframt greint frá því í viðtölum að hann hafi sofið hjá vændiskonum á árum áður.

Í samtali við fréttavef People segir þekktur fjölmiðlafulltrúi í Hollywood að aðstandendur Sheen hafi haft samband fyrir sex mánuðum til að fá hjálp við að greina frá vandanum. Leikarinn hafi þegar hafið meðferð við vandanum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×