Lífið

Don Vito er allur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vincent Margera og Bam saman á góðri stundu.
Vincent Margera og Bam saman á góðri stundu. vísir
Raunveruleikastjarnan Vincent Margera, sem gerði garðinn frægan í Jackass og Viva La Bam, lést um helgina.

Hann gekkst undir nafninu Don Vito í þáttunum en hann var handtekinn árið 2006 fyrir að þukla á þremur ungum stelpum á aldrinum 12-14.

Don Vito var karakter í þáttunum en hann er frændi Bam Margera. Hann var þekktur fyrir það að vera vel pirraður og þreyttur á frænda sínum.

Árið 2007 var Vincent fundinn sekur um kynferðislega misnotkun gegn börnum. Hann var 59 ára þegar hann lést.

Johnny Knoxville, ein af aðalstjörnum Jackass, minnist hans á Twitter.

„RIP Don Vito, þín verður sárt saknað,“ segir Knoxville á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×