Lífið

Þurfti sjálfur að taka á móti barninu sínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölskyldufaðir í Grafarholti stóð frammi fyrir því að þurfa sjálfur að taka á móti sínu þriðja barni í forstofunni heima hjá sér eftir að ljóst varð að hann næði ekki að keyra með konuna sína á sjúkrahús til að fæða barnið, sem lá greinilega mikið á að koma í heiminn. Tveggja ára sonur parsins sat hinn rólegasti og horfði á teiknimyndir í stofunni á meðan.

„Ég bara trúði því ekki að ég þyrfti að taka á móti því, ég man að ég hugsaði það," segir Benedikt Friðbjörnsson en fæðingin tók aðeins örfáar mínútur.

Rannveig Þórisdóttir kona hans segir að fyrri börn þeirra tvö hafi líka komið tiltölulega hratt í heiminn. Þau hafi því verið viðbúin því að svo yrði einnig í þetta skiptið, en þó ekki svona hratt.

Fjallað verður um þessa ótrúlegu en skemmtilegu sögu í þriðja þætti af Neyðarlínunni sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. Meðfylgjandi er stutt brot úr þættinum sem er á dagskrá kl. 20.15.


Tengdar fréttir

Neyðarlínan: „Þeir eru að drukkna, synir mínir“

Í fyrsta þættinum af Neyðarlínunni verður fjallað um þegar tveir ungir bræður féllu í hyl við Reykdalsstíflu og tveir menn hættu lífi sínu til að bjarga þeim. Hér má heyra brot úr neyðarlínusamtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×