Dularfullur uppruni Albana Illugi Jökulsson skrifar 25. október 2015 12:00 Hvernig svo sem Teuta leit út í stríði sínu við Rómverja var það ugglaust ekki svona. Albanía hefur nokkuð verið í sviðsljósinu hér á landi að undanförnu eftir að fjölskyldu þaðan var synjað um leyfi til að setjast að hér á landi, og nú vonandi ekki útséð um það enn. En af því tilefni er ómaksins vert að rifja nokkuð upp sögu Albaníu sem ég trúi að sé lítt þekkt hér á landi. Eins og allir vita þó er Albanía vestan til á miðjum Balkanskaga, þar búa tæpar þrjár milljónir manna en einnig búa í nágrannaríkinu Kósovó um 1,6 milljónir sem telja sig líka Albana og hefðu líklega helst viljað sameinast Albaníu ef pólitískar flækjur hefðu ekki komið í veg fyrir það. Þá eru margir albönskumælandi íbúar í Tyrklandi frá gamalli tíð, sumir segja allt að sjö milljónir en hvort þeir telja sig Albana veit ég hreinlega ekki. Albönsk tunga er indóevrópsk og ekki náskyld tungumálum nágrannaríkjanna, hvorki slavneskum málum sem allsráðandi eru í hinum fyrrverandi Júgóslavíuríkjum og Búlgaríu, né grísku. Á sínum tíma voru Albanar gjarnan taldir vera síðustu afkomendur hinna fornu Illyríumanna, sem bjuggu fyrir norðan Grikkland á Balkanskaganum vestanverðum. Illyríumenn þessir voru herskáir í lund eins og íbúar Balkanskagans hafa gjarnan verið, einhverra hluta vegna, og þeir öttu mjög kappi við Rómverja á sínum tíma. Um árið 220 fyrir Krist var til dæmis fræg drottning yfir hinum illyríska Ardía-þjóðflokki og var hún Rómverjum mjög óþægur ljár í þúfu. Drottning þessi hét Teuta og stjórnaði hún ríki sínu með „kvenlegri rökhyggju“ segir í einni fornri heimild, án þess að það sé útskýrt nánar. Hitt er vitað að um hennar daga studdi Ardía-ríkið mjög sjóræningja sem höfðust við í víkum og vogum þar um slóðir. Svo vill til að ríki Teutu drottningar var nokkurn veginn þar sem Albanía er núna. Því liggur sú ályktun nokkuð beint við að Albanar séu afkomendur Ardía og Teuta hefur líka á stundum verið í nokkrum hávegum höfð á meðal Albana. Það er af drottningu að segja að Rómverjar sigldu að lokum yfir Adríahafið og sigruðu hersveitir hennar að lokum og Teuta hvarf svo hljóðalítið úr sögunni eins og andstæðingum Rómverja var títt. Þar kom að Rómverjar náðu allri Illyríu og gerðu að tryggum skattlöndum og þaðan komu helstu hershöfðingjar þeirra og margir keisarar um langa hríð. Dugir þá að nefna Díókletíanus og Konstantínus mikla, þeir voru báðir illyrskrar ættar og fæddir þar sem nú eru Króatía og Serbía.Teuta drottning En svo fór að Rómaveldi í vestri hrundi en arftaki þess, Býsansríkið, hélt velli í austri og þar á meðal á Balkanskaga. Opinberlega breyttist fátt næstu aldirnar en bak við tjöldin breyttist allt. Slavneskar þjóðir sóttu nefnilega suður á skagann frá Mið-Evrópu í einni af hinum ótalmörgu þjóðflutningabylgjum sem alltaf hafa einkennt sögu Evrópu og þegar kom undir árið 1000 eftir Krist voru Illyríumenn einfaldlega horfnir úr sögunni. Þeir höfðu blandast aðkomumönnum og tekið upp tungu þeirra. Nema helst einn hópur, og það voru Albanar.Ekki komnir af drottningu? Albanar skjóta upp kollinum í býsönskum heimildum svo ótvírætt sé á elleftu öld, og eru þá orðnir kristnir, en í rauninni er ekki mjög margt um þá vitað með vissu fram að því. Sú kenning að þeir séu einfaldlega afkomendur Illyríumanna hefur nefnilega fallið heldur illilega í áliti á síðari tímum, þótt hún kunni að virðast liggja beint við. Þá eru þeir líklega ekki komnir af Teutu drottningu eftir allt saman. Um tungumál Illyríumanna er í raun furðu lítið vitað með vissu, en albanska virðist einfaldlega sjálfstæð málagrein á meiði indóevrópsku málanna, rétt eins og gríska, slavnesk mál og germönsku málin. Það er sem sagt ekkert sem bendir sérstaklega til að albanska sé komin af illyrísku. Svo hermir mér sérfræðingur minn í tungumálum fornum og nýjum. En hvaðan koma Albanar þá? Þetta er ansi dularfullt. Þeir eru altént ekki úr Kákasusfjöllum, en eins og margir vita var þar líka Albanía um skeið – en hún á ekkert skylt við Albaníu á Balkanskaganum. Kannski bjuggu Albanar upphaflega í Dakíu eða Rúmeníu áður en Rómverjar lögðu það svæði undir sig, og fluttu svo suðvestur á bóginn, hver veit? Sögulegar heimildir eru gagnslausar hvað snertir uppruna og forsögu Albana, fornleifar segja heldur ekki margt, en málvísindamenn eru hins vegar orðnir svo klókir að þeir hafa með rannsóknum sínum á orðaforða albönsku komist að því að um það leyti sem Albanar komust fyrst í kynni við slavneskt fólk hafi þeir búið í skóglendi í 600-900 metra hæð yfir sjávarmáli! Og þá er bara að leita á kortum af Balkanskaga.Skipta um útlit og trú en ekki tungu En hvað sem þessu líður, Albanar hafa alltaf verið fremur fámenn þjóð á Balkanskaga og sjaldan sjálfum sér ráðandi. Þegar Býsansríkinu tók að hnigna lentu þeir iðulega inni á lendum Serba og/eða Króata sem voru að stælast sem þjóðir á tólftu og þrettándu öld. En svo komu Tyrkir til sögunnar og gerbreyttu lífi Albana til frambúðar. Saga Tyrkja er mjög merkileg og sérkennileg um sumt. Þeir sóttu inn í Miðausturlönd úr Mið-Asíu á elleftu öld og tóku á rúmum tvö hundruð árum mestalla Litlu-Asíu af Býsansríkinu. Á leiðinni gerðust þeir múslimar fyrir áhrif frá kalífaveldinu í Bagdad en héldu hins vegar tungumáli sínu. Íbúar í Litlu-Asíu gerðust tyrkneskir fremur með því að taka upp án mótspyrnu svo vitað sé bæði tungu og trú innrásarmannanna og heitir Litla-Asía síðan Tyrkland. En Tyrkir skiptu um leið um útlit því upphaflega voru þeir nærri áreiðanlega mongólskir í útliti líkt og frændur þeirra Túrkmenar og fleiri eru enn. Þegar Tyrkir hófu nýja sókn um 1300 og lögðu undir sig Balkanskagann á öðrum 200 árum og gereyddu Býsansríkinu, þá var hins vegar annað upp á teningnum en í Tyrklandi. Þótt þeir legðu undir sig margar þjóðir á Balkanskaga tók engin þeirra nú upp tungu Tyrkja, líkt og Grikkir í Litlu-Asíu höfðu gert. Og aðeins tveir afar takmarkaðir hópar tóku upp íslamstrú innrásarmannanna. Annars vegar var það fremur lítill hópur í Bosníu sem nú kallast Bosníakar. Og hins vegar Albanar.Þjóðhetjan Skanderbeg Albanar létu ekki Tyrki vaða yfir sig baráttulaust. Um miðja fimmtándu öld var þar helstur höfðingi þeirra Skanderbeg nokkur og varðist ásælni Tyrkja af miklum og þrotlausum krafti. Hann fór um fjalladalina í Albaníu með 10.000 manna her sinn og sigraði ótal sinnum mun öflugri tyrkneska heri. Er hann síðan mesta þjóðhetja Albana og enn í hávegum hafður. Skanderbeg hét raunar upphaflega Gjergj Kastrioti en hann var ungur að árum neyddur í þjónustu Tyrkja og látinn undirgangast íslam og taka upp þetta nýja nafn. Þegar hann stýrði svo uppreisn gegn Tyrkjum kastaði hann trúnni en hélt nafninu. Eftir að Skanderbeg dó úr malaríu 1468 varð fátt um varnir með Albönum og Tyrkir réðu landinu í næstum 450 ár til viðbótar. Og raunar höfðu sumir Albanar ekki séð ástæðu til að taka þátt í baráttu Skanderbegs heldur látið sér stjórn Tyrkja þokkalega líka. Hvers vegna einmitt þeir tóku síðan upp íslamstrú er ekki gott að segja. Þeir græddu auðvitað sitthvað á því og nutu eftirleiðis ýmissa forréttinda í Tyrkjaveldi, fengu verslunarleyfi og svo framvegis, en hið sama hefði auðvitað gilt um aðra hópa á Balkanskaga ef þeir hefðu kosið að taka trúna. Og Albanar virðast hafa metið þjóðerni sitt nokkurs, úr því þeir héldu svo fast í tungu sína.Hví stigu þeir þetta skref? Ein möguleg skýring á því að Albanar stigu það skref að taka trú herraþjóðarinnar en aðrir ekki (fyrir utan Bosníaka) er sú að Albönum hafi þótt þeir aðþrengdir og jafnvel ofsóttir millum sinna slavnesku og grísku nágranna á Balkanskaganum, og þess vegna séð þann kost vænstan að ganga í lið með stjórnarherrunum sem annars staðar voru litnir hornauga. Strax á dögum Skanderbegs hafði albanskur dáti náð raunar slíkum frama í Tyrkjaveldi að hann kvæntist dóttur Mehmets II soldáns, þess mikla sigurvegara sem lagði undir sig Konstantínópel, síðasta vígi Býsansríkis, og varð einkakennari sonar hans. Iljas hét sá og bar það kunnuglega ættarnafn Hoxha. Og það var ekki skrýtið þótt Mehmet treysti Albana fyrir dóttur sinni því sjálfur var hann kvæntur albanskri frú. Og af 292 mönnum sem gegndu embætti stórvesírs tyrknesku soldánanna – en stórvesírinn var í raun forsætisráðherra – þá var nærri einn sjötti hluti af hinni fámennu þjóð Albana. Og þar á meðal nokkrir af þeim allra voldugustu og flinkustu vesírum sem sagan kann frá að greina. Nokkrar af flottustu konum kvennabúrsins voru líka Albanar. Svo ekki skorti Albana áhrif í þá daga. Albanía Flækjusaga Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Albanía hefur nokkuð verið í sviðsljósinu hér á landi að undanförnu eftir að fjölskyldu þaðan var synjað um leyfi til að setjast að hér á landi, og nú vonandi ekki útséð um það enn. En af því tilefni er ómaksins vert að rifja nokkuð upp sögu Albaníu sem ég trúi að sé lítt þekkt hér á landi. Eins og allir vita þó er Albanía vestan til á miðjum Balkanskaga, þar búa tæpar þrjár milljónir manna en einnig búa í nágrannaríkinu Kósovó um 1,6 milljónir sem telja sig líka Albana og hefðu líklega helst viljað sameinast Albaníu ef pólitískar flækjur hefðu ekki komið í veg fyrir það. Þá eru margir albönskumælandi íbúar í Tyrklandi frá gamalli tíð, sumir segja allt að sjö milljónir en hvort þeir telja sig Albana veit ég hreinlega ekki. Albönsk tunga er indóevrópsk og ekki náskyld tungumálum nágrannaríkjanna, hvorki slavneskum málum sem allsráðandi eru í hinum fyrrverandi Júgóslavíuríkjum og Búlgaríu, né grísku. Á sínum tíma voru Albanar gjarnan taldir vera síðustu afkomendur hinna fornu Illyríumanna, sem bjuggu fyrir norðan Grikkland á Balkanskaganum vestanverðum. Illyríumenn þessir voru herskáir í lund eins og íbúar Balkanskagans hafa gjarnan verið, einhverra hluta vegna, og þeir öttu mjög kappi við Rómverja á sínum tíma. Um árið 220 fyrir Krist var til dæmis fræg drottning yfir hinum illyríska Ardía-þjóðflokki og var hún Rómverjum mjög óþægur ljár í þúfu. Drottning þessi hét Teuta og stjórnaði hún ríki sínu með „kvenlegri rökhyggju“ segir í einni fornri heimild, án þess að það sé útskýrt nánar. Hitt er vitað að um hennar daga studdi Ardía-ríkið mjög sjóræningja sem höfðust við í víkum og vogum þar um slóðir. Svo vill til að ríki Teutu drottningar var nokkurn veginn þar sem Albanía er núna. Því liggur sú ályktun nokkuð beint við að Albanar séu afkomendur Ardía og Teuta hefur líka á stundum verið í nokkrum hávegum höfð á meðal Albana. Það er af drottningu að segja að Rómverjar sigldu að lokum yfir Adríahafið og sigruðu hersveitir hennar að lokum og Teuta hvarf svo hljóðalítið úr sögunni eins og andstæðingum Rómverja var títt. Þar kom að Rómverjar náðu allri Illyríu og gerðu að tryggum skattlöndum og þaðan komu helstu hershöfðingjar þeirra og margir keisarar um langa hríð. Dugir þá að nefna Díókletíanus og Konstantínus mikla, þeir voru báðir illyrskrar ættar og fæddir þar sem nú eru Króatía og Serbía.Teuta drottning En svo fór að Rómaveldi í vestri hrundi en arftaki þess, Býsansríkið, hélt velli í austri og þar á meðal á Balkanskaga. Opinberlega breyttist fátt næstu aldirnar en bak við tjöldin breyttist allt. Slavneskar þjóðir sóttu nefnilega suður á skagann frá Mið-Evrópu í einni af hinum ótalmörgu þjóðflutningabylgjum sem alltaf hafa einkennt sögu Evrópu og þegar kom undir árið 1000 eftir Krist voru Illyríumenn einfaldlega horfnir úr sögunni. Þeir höfðu blandast aðkomumönnum og tekið upp tungu þeirra. Nema helst einn hópur, og það voru Albanar.Ekki komnir af drottningu? Albanar skjóta upp kollinum í býsönskum heimildum svo ótvírætt sé á elleftu öld, og eru þá orðnir kristnir, en í rauninni er ekki mjög margt um þá vitað með vissu fram að því. Sú kenning að þeir séu einfaldlega afkomendur Illyríumanna hefur nefnilega fallið heldur illilega í áliti á síðari tímum, þótt hún kunni að virðast liggja beint við. Þá eru þeir líklega ekki komnir af Teutu drottningu eftir allt saman. Um tungumál Illyríumanna er í raun furðu lítið vitað með vissu, en albanska virðist einfaldlega sjálfstæð málagrein á meiði indóevrópsku málanna, rétt eins og gríska, slavnesk mál og germönsku málin. Það er sem sagt ekkert sem bendir sérstaklega til að albanska sé komin af illyrísku. Svo hermir mér sérfræðingur minn í tungumálum fornum og nýjum. En hvaðan koma Albanar þá? Þetta er ansi dularfullt. Þeir eru altént ekki úr Kákasusfjöllum, en eins og margir vita var þar líka Albanía um skeið – en hún á ekkert skylt við Albaníu á Balkanskaganum. Kannski bjuggu Albanar upphaflega í Dakíu eða Rúmeníu áður en Rómverjar lögðu það svæði undir sig, og fluttu svo suðvestur á bóginn, hver veit? Sögulegar heimildir eru gagnslausar hvað snertir uppruna og forsögu Albana, fornleifar segja heldur ekki margt, en málvísindamenn eru hins vegar orðnir svo klókir að þeir hafa með rannsóknum sínum á orðaforða albönsku komist að því að um það leyti sem Albanar komust fyrst í kynni við slavneskt fólk hafi þeir búið í skóglendi í 600-900 metra hæð yfir sjávarmáli! Og þá er bara að leita á kortum af Balkanskaga.Skipta um útlit og trú en ekki tungu En hvað sem þessu líður, Albanar hafa alltaf verið fremur fámenn þjóð á Balkanskaga og sjaldan sjálfum sér ráðandi. Þegar Býsansríkinu tók að hnigna lentu þeir iðulega inni á lendum Serba og/eða Króata sem voru að stælast sem þjóðir á tólftu og þrettándu öld. En svo komu Tyrkir til sögunnar og gerbreyttu lífi Albana til frambúðar. Saga Tyrkja er mjög merkileg og sérkennileg um sumt. Þeir sóttu inn í Miðausturlönd úr Mið-Asíu á elleftu öld og tóku á rúmum tvö hundruð árum mestalla Litlu-Asíu af Býsansríkinu. Á leiðinni gerðust þeir múslimar fyrir áhrif frá kalífaveldinu í Bagdad en héldu hins vegar tungumáli sínu. Íbúar í Litlu-Asíu gerðust tyrkneskir fremur með því að taka upp án mótspyrnu svo vitað sé bæði tungu og trú innrásarmannanna og heitir Litla-Asía síðan Tyrkland. En Tyrkir skiptu um leið um útlit því upphaflega voru þeir nærri áreiðanlega mongólskir í útliti líkt og frændur þeirra Túrkmenar og fleiri eru enn. Þegar Tyrkir hófu nýja sókn um 1300 og lögðu undir sig Balkanskagann á öðrum 200 árum og gereyddu Býsansríkinu, þá var hins vegar annað upp á teningnum en í Tyrklandi. Þótt þeir legðu undir sig margar þjóðir á Balkanskaga tók engin þeirra nú upp tungu Tyrkja, líkt og Grikkir í Litlu-Asíu höfðu gert. Og aðeins tveir afar takmarkaðir hópar tóku upp íslamstrú innrásarmannanna. Annars vegar var það fremur lítill hópur í Bosníu sem nú kallast Bosníakar. Og hins vegar Albanar.Þjóðhetjan Skanderbeg Albanar létu ekki Tyrki vaða yfir sig baráttulaust. Um miðja fimmtándu öld var þar helstur höfðingi þeirra Skanderbeg nokkur og varðist ásælni Tyrkja af miklum og þrotlausum krafti. Hann fór um fjalladalina í Albaníu með 10.000 manna her sinn og sigraði ótal sinnum mun öflugri tyrkneska heri. Er hann síðan mesta þjóðhetja Albana og enn í hávegum hafður. Skanderbeg hét raunar upphaflega Gjergj Kastrioti en hann var ungur að árum neyddur í þjónustu Tyrkja og látinn undirgangast íslam og taka upp þetta nýja nafn. Þegar hann stýrði svo uppreisn gegn Tyrkjum kastaði hann trúnni en hélt nafninu. Eftir að Skanderbeg dó úr malaríu 1468 varð fátt um varnir með Albönum og Tyrkir réðu landinu í næstum 450 ár til viðbótar. Og raunar höfðu sumir Albanar ekki séð ástæðu til að taka þátt í baráttu Skanderbegs heldur látið sér stjórn Tyrkja þokkalega líka. Hvers vegna einmitt þeir tóku síðan upp íslamstrú er ekki gott að segja. Þeir græddu auðvitað sitthvað á því og nutu eftirleiðis ýmissa forréttinda í Tyrkjaveldi, fengu verslunarleyfi og svo framvegis, en hið sama hefði auðvitað gilt um aðra hópa á Balkanskaga ef þeir hefðu kosið að taka trúna. Og Albanar virðast hafa metið þjóðerni sitt nokkurs, úr því þeir héldu svo fast í tungu sína.Hví stigu þeir þetta skref? Ein möguleg skýring á því að Albanar stigu það skref að taka trú herraþjóðarinnar en aðrir ekki (fyrir utan Bosníaka) er sú að Albönum hafi þótt þeir aðþrengdir og jafnvel ofsóttir millum sinna slavnesku og grísku nágranna á Balkanskaganum, og þess vegna séð þann kost vænstan að ganga í lið með stjórnarherrunum sem annars staðar voru litnir hornauga. Strax á dögum Skanderbegs hafði albanskur dáti náð raunar slíkum frama í Tyrkjaveldi að hann kvæntist dóttur Mehmets II soldáns, þess mikla sigurvegara sem lagði undir sig Konstantínópel, síðasta vígi Býsansríkis, og varð einkakennari sonar hans. Iljas hét sá og bar það kunnuglega ættarnafn Hoxha. Og það var ekki skrýtið þótt Mehmet treysti Albana fyrir dóttur sinni því sjálfur var hann kvæntur albanskri frú. Og af 292 mönnum sem gegndu embætti stórvesírs tyrknesku soldánanna – en stórvesírinn var í raun forsætisráðherra – þá var nærri einn sjötti hluti af hinni fámennu þjóð Albana. Og þar á meðal nokkrir af þeim allra voldugustu og flinkustu vesírum sem sagan kann frá að greina. Nokkrar af flottustu konum kvennabúrsins voru líka Albanar. Svo ekki skorti Albana áhrif í þá daga.
Albanía Flækjusaga Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira