Gómsætar pitsur á tvo vegu Eva Laufey Kjaran skrifar 25. apríl 2015 11:00 Vísir/Stöð 2 Ítalskur pitsubotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2½ tsk. þurrger 1 msk. hunang 2 tsk. salt 2 msk. olía 400-450 g hveiti (gæti þurft meira en minna) Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni þá er gerblandan tilbúin. Hellið gerblöndunni í hrærivélarskál og bætið öllum hráefnum saman við, það er góð regla að bæta hveitinu smám saman við. Látið hnoðast í vélinni í 6-10 mínútur eða þar til deigið er orðið í laginu eins og kúla, einnig á það ekki að vera klístrað. Setjið viskastykki yfir hrærivélarskálina og leyfið deiginu að hefast í klukkustund eða þar til þar hefur tvöfaldast að stærð.Hvítlauksolían 3 dl ólífuolía 5 hvítlauksrif 1 tsk. gróft salt Pressið hvítlauk og blandið honum saman við saltið, hellið olíunni og setjið hvítlaukinn í krukku. Lokið krukkunni og hristið vel saman.Pitsusósa 1 msk. ólífuolía 1 laukur, grófsaxaður 2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir 500 ml tómatapassata Handfylli fersk smátt söxuð basilíka Salt og nýmalaður pipar Hitið laukinn í olíunni þar til hann mýkist og verður glær. Bætið hvítlauknum, tómatapassata, basilíku og salti og pipar saman við og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.Humarpitsa Hvítlauksolía, magn eftir smekk 300 g skelflettur humar, skolaður og þerraður Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1 kúla mozzarella-ostur Salt og nýmalaður pipar Klettasalat, magn eftir smekk Parmesanostur, magn eftir smekk Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið deigið með hvítlauksolíunni og raðið humrinum og tómötunum ofan á. Kryddið með salti og pipar og stráið ostinum yfir. Bakið í 12-18 mínútur eða þar til pitsan er orðin gullinbrún. Þegar pitsan er komin út úr ofninum er klettasalati bætt ofan á hana og parmesanosti sáldrað yfir.Pizza di'capria 1 pitsabotn 4-5 msk. pitsasósa 100 g ferskur aspas, soðinn í saltvatni í 3 mínútur og þerraður 1 rauðlaukur, skorinn í strimla Geitaostur, magn eftir smekk Mozzarellaostur, magn eftir smekk Salt og nýmalaður pipar Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Sjóðið aspas í vel söltu vatni í þrjár mínútur og þerrið hann vel þegar hann er tilbúinn. Smyrjið deigið með pitsusósu og raðið aspas, rauðlauk og ostum ofan á. Kryddið með salti og pipar. Bakið í 12-18 mínútur eða þar til pitsan er orðin gullinbrún. Eva Laufey Humar Pítsur Uppskriftir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun
Ítalskur pitsubotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2½ tsk. þurrger 1 msk. hunang 2 tsk. salt 2 msk. olía 400-450 g hveiti (gæti þurft meira en minna) Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni þá er gerblandan tilbúin. Hellið gerblöndunni í hrærivélarskál og bætið öllum hráefnum saman við, það er góð regla að bæta hveitinu smám saman við. Látið hnoðast í vélinni í 6-10 mínútur eða þar til deigið er orðið í laginu eins og kúla, einnig á það ekki að vera klístrað. Setjið viskastykki yfir hrærivélarskálina og leyfið deiginu að hefast í klukkustund eða þar til þar hefur tvöfaldast að stærð.Hvítlauksolían 3 dl ólífuolía 5 hvítlauksrif 1 tsk. gróft salt Pressið hvítlauk og blandið honum saman við saltið, hellið olíunni og setjið hvítlaukinn í krukku. Lokið krukkunni og hristið vel saman.Pitsusósa 1 msk. ólífuolía 1 laukur, grófsaxaður 2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir 500 ml tómatapassata Handfylli fersk smátt söxuð basilíka Salt og nýmalaður pipar Hitið laukinn í olíunni þar til hann mýkist og verður glær. Bætið hvítlauknum, tómatapassata, basilíku og salti og pipar saman við og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.Humarpitsa Hvítlauksolía, magn eftir smekk 300 g skelflettur humar, skolaður og þerraður Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1 kúla mozzarella-ostur Salt og nýmalaður pipar Klettasalat, magn eftir smekk Parmesanostur, magn eftir smekk Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið deigið með hvítlauksolíunni og raðið humrinum og tómötunum ofan á. Kryddið með salti og pipar og stráið ostinum yfir. Bakið í 12-18 mínútur eða þar til pitsan er orðin gullinbrún. Þegar pitsan er komin út úr ofninum er klettasalati bætt ofan á hana og parmesanosti sáldrað yfir.Pizza di'capria 1 pitsabotn 4-5 msk. pitsasósa 100 g ferskur aspas, soðinn í saltvatni í 3 mínútur og þerraður 1 rauðlaukur, skorinn í strimla Geitaostur, magn eftir smekk Mozzarellaostur, magn eftir smekk Salt og nýmalaður pipar Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Sjóðið aspas í vel söltu vatni í þrjár mínútur og þerrið hann vel þegar hann er tilbúinn. Smyrjið deigið með pitsusósu og raðið aspas, rauðlauk og ostum ofan á. Kryddið með salti og pipar. Bakið í 12-18 mínútur eða þar til pitsan er orðin gullinbrún.
Eva Laufey Humar Pítsur Uppskriftir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun