Lífið

Nektarmyndir af Justin Bieber setja allt á annan endann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bieber beraði bossann á Bora Bora fyrr í sumar og deildi þá þessari mynd með heiminum.
Bieber beraði bossann á Bora Bora fyrr í sumar og deildi þá þessari mynd með heiminum. Mynd/Instagram
Íslandsvinurinn og stórstjarnan Justin Bieber hefur enn á ný stolið fyrirsögnum fjölmiðla beggja vegna Atlantsála.

Myndir af kappanum þar sem hann sést ganga kviknakinn til laugar á Bora Bora fara nú sem flensa í farþegaþotu um veraldarvefinn eftir að New York Daily News birtu þær undir kvöld.

Ófáir, ekki síst Íslendingar, hafa velt því fyrir sér hvernig popparann sé vaxinn suður á bóginn á síðustu misserum eftir að myndir af honum á nærbuxunum einum klæða fóru á flakk.

Það gerði til að mynda Vala Grand fyrir skemmstu sem sagði að ekkert samræmi væri á milli þeirrar bungu sem Bieber skartaði í myndatöku fyrir fataframleiðandann Calvin Klein hér um árið og þeirri sem fylgdi honum upp úr íslenskri lækjarsprænu á dögunum. Gekk hún svo langt að segja að um hrein og bein „vörusvik“ væri að ræða.

„Vörusvik!“ voru niðurstöður hávísindalegrar samanburðarrannsóknar Völu Grand.
Vísir lætur það þá liggja á milli hluta en af myndunum að dæma virðist myndvinnsludeild tískufyrirtækisins ekki hafa þurft að vinna fyrir laununum sínum þann vinnudaginn. 

Annað sem hefur vakið eftirtekt netverja er konan sem sést í bakgrunni annarrar myndarinnar. Glöggir hafa bent á að þarna sé um að ræða fyrirsætuna Jayde Pierce en hún hefur verið bendluð við Bieber á síðustu misserum.

Þau eyddu saman rómantískri viku í Los Angeles fyrr á þessu ári og þá hafa þau áður sést í hitabeltisparadísinni Bora Bora. Þá spígsporaði Bieber einng á Adamsklæðnum og deildi þjóhnappamynd á Instagram sem óhætt er að segja að hafi einnig sett veraldarvefinn á hliðina.

Netverjar voru ekki lengi að gera sér mat úr klæðaleysis ungstirnisins og má sjá afrakstur nokkurra þeirra hér að neðan.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.