Axel komst inn á lokaúrtökumót Nordic League Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 13:00 Axel Bóasson. Mynd/gsimyndir.net Keilismaðurinn Axel Bóasson verður meðal 22 keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina sem hefst í Danmörku á morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Axel tryggði sér sætið með því að ná þriðja til fjórða sæti á fyrsta stiginu á mótaröðinni en það mót fór fram á Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku alveg eins og lokamótið. Axel átti frábæran fyrri keppnisdag þar sem hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann deildi efsta sætinu fyrir seinni daginn. Axel lék seinni daginn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari en það kom þó ekki í veg fyrir að hann datt neðar en í þriðja sætið. Axel fékk sex fugla á fyrri hringnum og fimm fugla á seinni deginum. Það voru hinsvegar sex skollar og einn skrambi sem fóru með hann á seinni 18 holunum. Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda og það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur hjá þessum flottu íslensku kylfingum. Axel Bóasson varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í sumar og Ólafur Björn tók þá þriðja sætið en Íslandsmeistari varð Þórður Rafn Gissurarson á metskori eða tólf höggum undir pari. Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Keilismaðurinn Axel Bóasson verður meðal 22 keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina sem hefst í Danmörku á morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Axel tryggði sér sætið með því að ná þriðja til fjórða sæti á fyrsta stiginu á mótaröðinni en það mót fór fram á Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku alveg eins og lokamótið. Axel átti frábæran fyrri keppnisdag þar sem hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann deildi efsta sætinu fyrir seinni daginn. Axel lék seinni daginn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari en það kom þó ekki í veg fyrir að hann datt neðar en í þriðja sætið. Axel fékk sex fugla á fyrri hringnum og fimm fugla á seinni deginum. Það voru hinsvegar sex skollar og einn skrambi sem fóru með hann á seinni 18 holunum. Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda og það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur hjá þessum flottu íslensku kylfingum. Axel Bóasson varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í sumar og Ólafur Björn tók þá þriðja sætið en Íslandsmeistari varð Þórður Rafn Gissurarson á metskori eða tólf höggum undir pari. Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira