Bílaleigubílar 47% seldra bíla á árinu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 10:41 Sala jepplinga hefur verið í miklum blóma á Íslandi í ár. Hér sést Nissan Qashqai. Í ár hafa verið seldir 12.418 bílar og þar af 5.823 bílaleigubílar, eða 47% þeirra. Þeir voru 4.360 á sama tíma í fyrra. Fjölgun seldra bíla á árinu er 42% en 34% í bílaleigubílum. Það þýðir að fjölgun seldra bíla til almennings er meiri en í bílaleigubílum. Söluhæsta bílaumboð ársins er BL með 2.806 bíla og því ljóst að umboðið muni selja meira en 3.000 bíla í ár. BL seldi 197 bíla í september og ef salan verður viðlíka í þessum mánuði mun það takmark nást fyrir mánaðarmót og sala BL verða kringum 3.400 bíla í ár. Næstsöluhæsta umboðið er Hekla með 2.333 selda bíla og í þriðja sæti Toyota með 2.139 bíla. Mesti vöxtur í sölu á milli ára er hjá Toyota, en þar er 55% vöxtur. Hjá Brimborg nemur vöxturinn 49% og hjá BL 48%. Þar á eftir kemur Askja með 44% vöxt, Bernhard með 38% og Hekla með 37% vöxt. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent
Í ár hafa verið seldir 12.418 bílar og þar af 5.823 bílaleigubílar, eða 47% þeirra. Þeir voru 4.360 á sama tíma í fyrra. Fjölgun seldra bíla á árinu er 42% en 34% í bílaleigubílum. Það þýðir að fjölgun seldra bíla til almennings er meiri en í bílaleigubílum. Söluhæsta bílaumboð ársins er BL með 2.806 bíla og því ljóst að umboðið muni selja meira en 3.000 bíla í ár. BL seldi 197 bíla í september og ef salan verður viðlíka í þessum mánuði mun það takmark nást fyrir mánaðarmót og sala BL verða kringum 3.400 bíla í ár. Næstsöluhæsta umboðið er Hekla með 2.333 selda bíla og í þriðja sæti Toyota með 2.139 bíla. Mesti vöxtur í sölu á milli ára er hjá Toyota, en þar er 55% vöxtur. Hjá Brimborg nemur vöxturinn 49% og hjá BL 48%. Þar á eftir kemur Askja með 44% vöxt, Bernhard með 38% og Hekla með 37% vöxt.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent