Lífið

Ein besta tilfinning lífs míns

Hálfdán Helgi ætlar að tjilla, horfa á jólamyndir og lesa eitthvað skemmtilegt um jólin – og svo auðvitað að syngja.
Hálfdán Helgi ætlar að tjilla, horfa á jólamyndir og lesa eitthvað skemmtilegt um jólin – og svo auðvitað að syngja. Fréttablaðið/GVA
Hvernig leið þér, Hálfdán Helgi,  þegar þú varst valinn jólastjarna ársins 2015?

Það var örugglega ein besta tilfinning lífs míns, alveg frábærlega skemmtilegt.

Hefurðu áður tekið þátt í samkeppni um þann titil?

Já, ég hef áður sent inn myndband en komst þá ekki inn?… þannig að ef þið sem lesið þetta hafið sent og ekki komist inn, þá er bara að prófa aftur.

Hefur þú oft komið fram sem söngvari?

Ég hef oft sungið í veislum, syng í kór, hef sungið í kirkjum, í stúdíói og  tekið þátt í hæfileikasýningu og núna bætist við að hafa sungið í Laugardalshöll á Jólatónleikum Björgvins Halldórssonar.

Ertu í tónlistarnámi?

Ég er að læra á trommur hjá Össuri Geirssyni í Skólahljómsveit Kópavogs og þegar ég var yngri lærði ég smá á píanó og selló.

Þurftir þú mikið að æfa fyrir tónleikana með Bjögga?

Já, það voru miklar æfingar enda rosalega stórir tónleikar.

Varstu stressaður? 

Nei, enda kunni ég lagið „Jólin eru að koma“, sem ég flutti ásamt hinum í jólastjörnuhópnum, mjög vel.

Áttu fleiri áhugamál en tónlist?

Ég hef áhuga á kvikmyndagerð og hef tekið upp fullt af stuttmyndum með bróður mínum Matthíasi. Ég hef líka áhuga á tölvum og langar að búa til tölvuleiki í framtíðinni. Í haust byrjaði ég að æfa karate sem mér finnst mjög skemmtilegt.

Veistu hvað þú færð að borða á aðfangadagskvöld?

Já, við fjölskyldan borðum hamborgarhrygg. Í eftirrétt fáum við auðvitað ís og jólafrómasinn hennar Gunnu ömmu. Fullt af konfekti og nammi!

Er eitthvað sérstakt sem þú ætlar að gera um jólin?

Á aðfangadag verð ég að syngja með Barnakórnum í Ástjarnarkirkju sem ég er í og tek líka þátt í söngleik í Lindakirkju. Fer svo í jólaboð á jóladag, fer á jólaball og syng örugglega nokkur jólalög. En ég ætla líka að tjilla og horfa á jólamyndir og lesa eitthvað skemmtilegt sem ég fæ vonandi í jólagjöf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×