Nýr Audi Q5 í 100 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 11:05 Audi Q5 af næstu kynslóð. Styttast fer í kynningu á nýrri kynslóð jepplingsins Audi Q5. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið, en hann verður þó aðeins stærri en forverinn. Þrátt fyrir það verður hann miklu léttari og munar þar 100 kílóum. Audi Q5 verður að hluta til með sama fjöðrunarkerfi og er í Porsche Macan og þeir sitja báðir á sama MQB-undirvagni. Með nýrri kynslóð Q5 ætlar Audi að bjóða RS-kraftaútgáfu bílsins sem verður öflugri en núveramndi SQ5. RS-útgáfan á að verða 400 hestöfl, með 5 strokka og 2,5 lítra vél með forþjöppu. Sú breyting verður einnig með nýrri kynslóð að ekki verður lebgur hægt að fá framhjóladrifna útgáfu Q5, allar gerðir hans verða fjórhjóladrifnar. Annað vélarúrval sem verður í boði í Q5 er 2,0 lítra TSI bensínvél, 252 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísilvél, 190 hestöfl. Nýr Audi Q5 kemur á markað seint á næsta ári og hann verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent
Styttast fer í kynningu á nýrri kynslóð jepplingsins Audi Q5. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið, en hann verður þó aðeins stærri en forverinn. Þrátt fyrir það verður hann miklu léttari og munar þar 100 kílóum. Audi Q5 verður að hluta til með sama fjöðrunarkerfi og er í Porsche Macan og þeir sitja báðir á sama MQB-undirvagni. Með nýrri kynslóð Q5 ætlar Audi að bjóða RS-kraftaútgáfu bílsins sem verður öflugri en núveramndi SQ5. RS-útgáfan á að verða 400 hestöfl, með 5 strokka og 2,5 lítra vél með forþjöppu. Sú breyting verður einnig með nýrri kynslóð að ekki verður lebgur hægt að fá framhjóladrifna útgáfu Q5, allar gerðir hans verða fjórhjóladrifnar. Annað vélarúrval sem verður í boði í Q5 er 2,0 lítra TSI bensínvél, 252 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísilvél, 190 hestöfl. Nýr Audi Q5 kemur á markað seint á næsta ári og hann verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent